Jólaplatan í ár! / This year´s Christmas album!
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Margir tónlistarmenn 18. aldar voru þeirrar skoðunar að blásturshljóðfæri væru illa fallin til einleiks vegna þess að á þau má aðeins leika einn tón í senn en enga hljóma. Til allrar hamingju létu nokkur tónskáld ekki segjast og sýndu með snilli sinni hvernig ná má fram sterkri hljómrænni framvindu þrátt fyrir þessa annmarka. Georg Philipp Telemann (1681-1767) var einn þeirra. Hann var gífurlega afkastamikið tónskáld og auk kammertónlistar lét hann eftir sig miklar einleiksgersemar, þar á meðal 36 fantasíur fyrir sembal, tólf fantasíur fyrir víólu da gamba og tólf fantasíur fyrir fiðlu.
Tólf fantasíur fyrir einleiksflautu án bassa komu út í Hamborg, að öllum líkindum ekki síðar en 1733. Þá hafði Telemann, sem lék sjálfur á flautu, lært prentiðn og er líklegt að hann hafi sjálfur grafið prentið fyrir útgáfuna. Fantasíurnar eru lýsandi fyrir sinn tíma en að sama skapi einstakar og tímalausar. Hver þeirra stendur sjálfstæð en samsetning þeirra skapar jafnframt hringlaga heild með ferðalagi gegnum tóntegundirnar. Tónskáld þessa tíma trúðu því að hver tóntegund bæri sín sérkenni, tilfinningu og lit. Fantasíurnar bera þess skýr merki með fjölbreytni sinni. Í þeim kallast á gleði, tign, frelsi,einfeldni, einlægni, alvara, fjör og fínlegheit í mörgum ólíkum dansköflum. Í fantasíunum sýnir Telemann einstakt vald yfir laglínum, formum og hljómrænu svo að úr verður eitt dýrmætasta verk tónbókmenntanna.
Úr tónleikadómum Ríkharðs Arnar Pálssonar,
Morgunblaðinu, 4. september 2008:
Degi fyrir höfuðdag fengu þeir höfuðborgarbúar er áttuðu sig í tæka tíð framreiddar ókeypis á silfurfati sannkallaðar ódáðinskrásir.....hver skyldi að óreyndu líka geta trúað að jafnungir flytjendur næðu fram jafnmiklu inntaki og túlkun og hér varð raunin? Samt varð það öllum nærstöddum fljótlega augljóst sem dagur að nóttu og ágerðist á seinni tónleikum dagsins að þær Melkorka og Elfa Rún voru vandanum fyllilega vaxnar. Enda stundum nærri því óhugnanlegt hvað stúlkurnar gátu laðað sannfærandi fram jafnt meginstíleinkenni barokktímans sem djúpa inntakstjáningu úr fórum hins gamla norðurþýzka meistara, góðvini Bachs, er taldi hverju tónskáldi jafnverðugt að skemmta alþýðu sem aðli. Hér gafst m.ö.o. loksins tilefni til æskudýrkunar sem stóð undir nafni. Og verkin voru upp til hópa svo undur fersk og hugvitsfrjó að maður hlaut að spyrja sjálfan sig hvernig í ósköpunum þau höfðu áður getað farið fram hjá manni. ....Bravó! Frábær frammistaða Elfa Rún Kristinsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Úr fimm stjörnu dómi um síðari Telemann tónleika Melkorku og Elfu Rúnar:
...kastaði frammistaða þeirra stallna nú tólfum, er skilaði sér í fimmtu stjörnunni, hversu empírísk sem sú mæling kann annars að vera....Þótt lygilega innsæja frammistöðu stúlknanna á hvorum tónleikum megi e.t.v. að hluta þakka sexfaldri reynslu á undangenginni yfirreið þeirra um kirkjur landsins, þá rýrði það engan veginn stjörnutúlkun kvöldsins, er hlaut að reka hvern þann hlustanda er átti ekki verkin fyrir á diski í næstu plötubúð. Upplifunin var nefnilega af því göldrótta tagi sem gerist í beztu túlkun á fornmúsík. Manni fannst sem maður væri bókstaflega nærstaddur samtímahlustendum Telemanns! Fyrir nú utan hvað fjölbreytt og oft þjóðlagaskotið tóntak þessa víðförla kompónista bar með sér nána innlifun í löngu liðinn tíma og fjölbreytta þjóðhætti Miðevrópu. Aukakrydd forntónlistar sem alltof margir sögufirrtir nútímahlustendur fara varhluta af. Fyrir þá viðbótarvímu ber einnig að þakka..... veitti þróttmikil, fáguð og undradjúp útlistun þeirra Elfu og Melkorku manni unað af fágætasta tagi.
Melkorka Ólafsdóttir lærði á flautu í Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands, þar sem aðalkennari hennar var Bernharður S Wilkinson. Síðar nam hún við Konservatoríin í Amsterdam og í Haag, Guildhall School of Music and Drama í London og í École Nationale de Musique et Dans í París, þar sem hún kláraði Premier Prix og Prix Perfectionmente með hæstu einkunn. Melkorka hlaut árið 2010 fjórða sæti í hinni alþjóðlegu Carl Nielsen flautukeppni og haustið 2013 lék hún til reynslu í London Philharmonic Orchestra. Frá árinu 2006 hefur hún sinnt afleysingum í Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið einleik meðhljómsveitinni í þrígang. Hún hefur auk þess komið fram sem einleikari með Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Sinfóníuhljómsveit Odense og Hyogo Performing Arts Center Orchestra í Japan, en árin 2011-2013 starfaði hún í Japan. Melkorka hefur um árabil verið ötul í flutningi kammertónlistar. Hún var flautuleikari Kammersveitarinnar Ísafoldar og starfar í dag með kammerhópnum Kúbus.
Sumarið 2008 lagði Melkorka, ásamt fiðluleikaranum Elfu Rún Kristinsdóttur, í tónleikaferð um landið en þær stöllur fluttu allar einleiksfantasíur Telemanns fyrir flautu og fiðlu í kirkjum.Tónleikarnir voru tilnefndir til Menningarverðlauna DV sem tónleikar ársins og voru meðal bestu tónleika ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins. Þær Elfa fluttu fantasíurnar að nýju í Berlín í febrúar 2011 við góðar undirtektir. Melkorka leikur Telemann á Abell viðarflautu.
Upptökur/Recordings: Langholtskirkja, April 2014.
Tónmeistari/Producer: Bjarni Rúnar Bjarnason
Hljóðmeistari/Audio Engineer: Georg Magnússon
Ljósmyndir/Photography: Margrét Bjarnadóttir
Myndvinnsla/Retoucing: Rut Sigurðardóttir
Hönnun/Design: Sigríður Ása Júlíusdóttir
Framleiðsla/Production: Dimma
Many musicians of the 18th century believed that wind instruments were ill equipped to play alone, as they were unable to produce more than one note at a time. Fortunately some of history´s great composers chose not to let this limit their work and with inventive composition they created a sense of harmony. Georg Philipp Telemann (1681-1767) was among these composers. In his extremely varied output he cultivated the field of chamber music without bass with particular care. In addition to the flute fantasias, this is demonstrated by thirty-six fantasias for solo harpsichord, twelve for solo violin and a set of twelve fantasias for solo viola da gamba.
The Twelve Fantasias for traverse flute without bass were published in Hamburg no later than 1733. A flutist himself, at that time Telemann had learned engraving and it is not unlikely that he prepared the plates for the print himself. The Fantasias are reflective of the age and yet very unique and timeless. Each Fantasia stands alone but the collection creates a cyclical whole with a journey through the different tonal keys. Composers of the time believed that each key had its distinct character and colour. The Fantasias reflect this very skillfully with extreme contrasts and variation in feeling, tempo and form. Unique in the entire baroque repertoire they include movements that were thought to be impossible on the instrument; fugas, a French overture and a passagalia, amongst many other. The works reflect originality and inventiveness of such caliber that very few other works of the flute repertoire compare.
A finalist at the Carl Nielsen International Flute Competition in 2010, Melkorka Ólafsdóttir studied at the Reykjavík College of Music and the Icelandic Academy of Arts with Bernard Wilkinson and Hallfríður Ólafsdóttir. She continued her studies at the Amsterdam Conservatory and the Royal Conservatory in the Hague, with Emily Beynon, principal flutist of the Concertgebouw Orchestra.
A recipient of theJames Galway Award, Melkorka completed a second Masters degree from the Orchestral Training program at the Guildhall School of Music and Drama in London in 2007. She studied with Patrick Gallois in Paris, France, achieving the Premier Prix and Prix de Exellence with honours.
Melkorka has played with different ensembles and orchestras, including Orkester Norden, the Reykjavik Wind Quintet, the Caput Ensemble, Het Nieuw Ensemble, the Rotterdam Philharmonic Orchestra and the Royal Concertgebouw Orchestra. She plays regularly in the Icelandic Opera Orchestra and was one of the founders and first flutist of the Ísafold Chamber Orchestra. From 2006 she has acted as a substitute in the Icelandic Symphony Orchestra. In 2011-2013 Melkorka was the co-principal flutist of the Hyogo Performing Arts Center Orchestra in Japan. In October 2013 she played a trial as principal flute of the London Philharmonic Orchestra.
Melkorka has appeared as a soloist with the Icelandic Symphony Orchestra, theReykjavík Chamber Orchestra, the Caput Ensemble, the Hyogo Performing Arts Center Orchestra and the Odense Symphony Orchestra, amongst others. She has performed solo and chamber music around Europe, in Japan and in the USA. In 2008 she toured Iceland performing all of Telemann's Fantasias for solo flute in churches, together with violinist Elfa Rún Kristinsdóttir, who played theTwelve Fantasias for solo violin. Melkorka plays Telemann on an Abell wooden flute.
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464