Campaign title
Mig langar að gefa út ljóðabók fyrir allan aldur og vísnabók fyrir börn þar sem vöntun er á ferskum vísum og kveðskap, þá sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina og halda gömlum þjóðsögum á lofti um bæði álfa og Huldufólk í formi ljóða sem eru læsileg börnum.
... read more

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €3500 or more is pledged before 2025-05-20 00:00.

€65

raised of €3,500 goal

34

days to go

2

Backers

2% FUNDED

Team

Sandra Clausen

Creator
  • Rithöfundur og skáld

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Ljóðalæsi litla fólksins

25%
  • Bókarskrif
  • Kápuhönnun
  • Prentun
  • Útgáfa!

Further Information

Ljóðabók og vísnabók

Ljóðabók skreytt bæði ferskeytlum sem samdar voru í Kvæðafélagi Iðunnar og nútíma kveðskap sem ég hef ort í gegnum tímans tönn þar sem íslensk náttúra og tilfinningar okkar íslendinga gagnvart bæði skammdegi og veðurkvíða takast á í hálfgerðum sögum. Það er nær ómögulegt að gefa út ljóðabók í dag nema með eigin fjármagni eða fjáröflun og því biðla ég til ykkar um aðstoð til að bæta við okkar menningarlega arf í ljóðagerð.

Einnig er ég með vísnahandrit um lítinn dreng sem sér álfa og huldufólk bæði í bjargi og steinum, væri óskandi að það handrit fengi einn daginn að líta dagsins ljós sem barnabók og halda í gamlar hefðir gagnvart ungviðinu með vísum um þjóðsögur íslendinga sem tengjast bæði töfrandi álfum og sögum af Huldufólki.

Um höfundinn

Sandra Clausen heiti ég, hef skrifað ljóð frá því ég man eftir mér og hef alltaf haft mikinn áhuga á íslenskri tungu. Ég gaf út mína fyrstu skáldsögu í gegnum Sögur útgáfu árið 2016, hún heitir Fjötrar og er í seríunni Hjartablóð. Síðan þá hafa komið út sex bækur eftir mig í þeirri seríu og hún notið mikilla vinsælda hjá streymisveitunni Storytel. Ég hef sótt Kvæðamannafélagið Iðunni í gegnum tíðina en annars sjálf gert ýmsar tilraunir í ljóðagerð og sköpun en aðallega leyft flæðinu að leyfa því að koma sem koma vill. Vísnabók hef ég borið í maganum síðan ég fæddi mitt þriðja barn, afar næman dreng sem sá meira en nef sitt náði, bókin ber nafnið "Afi ég og álfarnir." Ég óska þess að með söfnun Karolina fund nái ég að koma út mínum ljóðum í gegnum árin á pappír og vísnabók fyrir ungviðið í kjölfarið.

Fyrirfram þakkir, Sandra Clausen (rithöfundur og skáld)

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €3500 or more is pledged before 2025-05-20 00:00.

€65

raised of €3,500 goal

34

days to go

2

Backers

2% FUNDED

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland