Campaign title
Komið í ferðalag um Vinaskóg með forvitnum og skemmtilegum dýrum sem deila með okkur visku sinni. Hvert spil er boð um að tengjast þér og þeim sem eru í kringum þig og læra í leiðinni meira um hvert annað. Spilið hentar börnum á yngsta stigi grunnskóla.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€11,031

raised of €10,000 goal

0

days to go

221

Backers

110% FUNDED

Team

Hulda Jónsdóttir Tölgyes

Sálfræðingur - Instagram: @hulda.tolgyes

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Vinaskógur

75%
  • Hönnun
  • Teikningar
  • Uppsetning
  • Prent

Further Information

Komið í ferðalag um Vinaskóg með forvitnum og skemmtilegum dýrum sem deila með okkur visku sinni.

Dragið spil í rólegu og öruggu umhverfi með einhverjum fullorðnum sem þið treystið.

Hvert spil er boð um að tengjast þér og þeim sem eru í kringum þig og læra í leiðinni meira um hvert annað.

Í Vinaskógi má alltaf segja pass og draga annað spil. Við keppumst ekki um það að vinna heldur skilja spilin eftir sig eitthvað nýtt í huga og hjarta þeirra sem taka þátt.

Spilin veita tækifæri til dýpri tengsla og samtals í hversdagsleikanum og eru hugsuð sem róleg afþreying án mikils áreitis eða truflunar.

Spilin henta börnum á yngsta stigi grunnskóla en yngri börn geta tekið þátt á sinn hátt með aðstoð frá fullorðnum.

Nánar um spilið

Í hverjum spilastokki eru 90 spil með myndum af dýri sem býður þátttakendum að segja frá, hlýða á eða gera létta núvitundar æfingar. Spilin einkennast af sex megin áherslum sem tengjast sjálfsmildi, tengslum, meðvitund, visku og vináttu. Í gegnum spilin skapast rými fyrir fullorðna og börn til að styrkja tengsl og tala saman um reynslu sína og tilfinningar.

Um höfundinn

Höfundur spilsins er Hulda Tölgyes sálfræðingur sem meðferðar áföll hjá fullorðnum einstaklingum út frá samkenndamiðaðri nálgun. Hún leggur áherslu á sjálfsmildi og tengsl hugar og líkama í átt til bættra lífsgæða eftir áföll. Spilin byggja þannig á reynslu, þekkingu og innsýn Huldu á afleiðingum og úrvinnslu áfalla.

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€11,031

raised of €10,000 goal

0

days to go

221

Backers

110% FUNDED

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland