Know Before You Go
Hvernig varð hugmyndin til?
Að ferðast um Ísland getur verið einstök upplifun, en ófyrirsjáanlegt veður og hættulegar náttúruaðstæður gera ferðina oft krefjandi. IceNav er Online Guide sem fyllir í skarð á markaðnum og veitir ferðamönnum þær upplýsingar sem þeim vantar til að ferðast á öruggan hátt.
Það er klárlega gat á markaðnum þegar kemur að aðgengilegum og rauntímaupplýsingum fyrir ferðamenn á Íslandi. Flestar lausnir sem eru í boði eru annaðhvort takmarkaðar eða veita ekki nægilega sérsniðna leiðsögn fyrir ferðamenn sem ferðast sjálfstætt. Íslensk náttúra er ójafn leikvöllur fyrir þá sem ekki þekkja hana, og það er fákeppni á markaði þegar kemur að snjöllum ferðaleiðsögulausnum sem taka tillit til öryggis ferðamanna.
Það er erfitt fyrir marga túrista sem koma til landsins að hafa með sér “Guide” öllum stundum, þar sem stór hluti þeirra er að leigja sér bíla og ferðast um landið á eigin vegum. Þess vegna er Online Guide lausnin sem vantar – þar sem ferðamenn geta haft allar nauðsynlegar upplýsingar við höndina, fengið leiðbeiningar í rauntíma og skipulagt ferð sína á öruggan og upplýstan hátt.
Sem einhver sem hefur unnið mikið í kringum ferðamenn, hef ég oft séð og heyrt hversu fáir gera sér grein fyrir hættunum sem búa í landinu okkar. Hvort sem það eru skyndilegar veðurbreytingar, hættuleg svæði eins og Reynisfjara, eða erfiðar akstursskilyrði, þá vantar ferðamönnum skýrar leiðbeiningar og öryggisviðvaranir.
Business Model:
IceNav verður selt í pakkakerfi, þar sem ferðamenn geta valið svæði sem hentar þeirra ferðalagi:
· Austurland – Þeir sem vilja kanna Austfirði
· Suðurland – Fyrir þá sem vilja skoða Suðurlandið
· Norðurland – Fyrir ferðamenn sem vilja upplifa Norðurlandið
· Vesturland & Vestfirðir – Fyrir þá sem vilja kynnast óspilltri náttúru Vestfjarða og Snæfellsnessins
· Allt Ísland – Fullkominn pakki fyrir þá sem vilja ferðast um allt landið með aðgang að öllum upplýsingum.
Í gegnum notendavæna vefsíðu og snjallt kort veitir IceNav rauntímaupplýsingar um:
- Veður og færð – Live upplýsingar um veðurskilyrði, vegaaðstæður og hættusvæði
- Helstu ferðamannastaðir – Bestu tímarnir til að heimsækja staði og hvernig komast má þangað á öruggan hátt
- Hidden Gems – Falnir staðir sem ferðamenn myndu annars missa af
- Tourist Traps – Ábendingar um hvað gæti verið minna virði að skoða
- Hættur í náttúrunni – Viðvaranir um hættuleg svæði eins og Reynisfjöru og óörugga fjallvegi
- Live chat stuðningur – Beint samtal fyrir þá sem þurfa ráðgjöf á ferðinni (býðst þeim sem kaupa "Allt Ísland" pakkann)
Af hverju KarolinaFund?
Með IceNav Online Guide hafa ferðamenn allar nauðsynlegar upplýsingar við höndina til að ferðast sjálfstætt, en samt á öruggan og skipulagðan hátt.
Til þess að koma IceNav af stað viljum safna fyrir þróun á vefsíðu og appi – hjálpaðu okkur að gera ferðalög um Ísland öruggari og skemmtilegri!
Aðeins um mig:
Ég heiti Björgvin og er 22 ára gamall hagfræðinemi frá Höfn í Hornafirði – túristabæ þar sem ég hef sjálfur séð hversu mikilvægt það er að ferðamenn hafi aðgang að réttu upplýsingunum. Mig hefur alltaf dreymt um að stofna mitt eigið fyrirtæki, og IceNav sameinar áhuga minn á nýsköpun og ástríðu fyrir öryggi ferðamanna.
Ísland er stórbrotið og óútreiknanlegt land, og ég hef of oft séð ferðamenn lenda í hættulegum aðstæðum – einfaldlega vegna þess að þeir vita ekki betur. Með IceNav vil ég tryggja að enginn þurfi að vera einn í óvissu – heldur hafi aðgang að öruggum og gagnlegum upplýsingum hvar sem hann er staddur á landinu.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland