Kanínuholan gefur út ljóðabók Mosab Abu-Toha í íslenskri þýðingu og fer ágóðinn til hjálparstarfs á Gaza.
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Ljóð frá Gaza - þýðing á ljóðabók eftir Mosab Abu-Toha
Things you may find hidden in my ear er fyrsta ljóðabók Mosab Abu-Toha, skálds frá Gaza í Palestínu. Mosab hefur hlotið mörg verðlaun og mikla athygli fyrir þessa merkilegu lýsingu á lífinu í herteknu landi þar sem virk aðskilnaðarstefna er stunduð ásamt grímulausri þjóðernishreinsun. Bókin hefur m.a. fengið The American Book Award, The Palestine Book Award og Arrowsmith Press’s 2023 Derek Walcott Poetry Prize.
Mosab kynntist ég fyrst á netinu þar sem hann lýsti hörmungarviðburðum af einurð og hugrekki. Aðeins mánuði eftir að þjóðarmorðið hófst hvarf Mosab algerlega af öllum samfélagsmiðlum. Hófst þá nokkurra daga bið, hvar vinir hans, fjölskylda og aðdáendur voru eðlilega með böggum hildar. Hafði hann verið handtekinn af Ísraelska hernum án ástæðu eða kæru, pyntaður og niðurlægður. Nokkru eftir að hann slapp komst hann ásamt fjölskyldu sinni til Egyptalands í krafti þess að sonur hans er með bandarískt vegabréf og svo síðar til Bandaríkjanna þar sem hann starfar nú í Syracuse. Þaðan flytur hann okkur fréttir daglega, bæði á sínum miðlum og í gegnum aðra fjölmiðla, af einstakri elju og atorku. Hann hefur skrifað greinar í New Yorker, komið í viðtöl á stórum fréttamiðlum svo sem á CNN og BBC auk þess sem hann ferðast víða og les úr bókum sínum. Nýlega kom önnur ljóðabók hans út hjá Penguin, Forest of noise sem hefur fengið lof og athygli á heimsvísu.
Ljóð hans í Hlutir sem þú gætir fundið ... eru berorð, nístandi og falleg í einfaldleika sínum. Þau tala til hins mannlega í okkur öllum, lýsa rangindunum svo vel og þessar ljóslifandi myndir af algerlega óboðlegu ástandi þurfa að ferðast sem víðast, og þá að sjálfsögðu á íslensku.
Ég, Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir, er þýðandi og bóksali í Kanínuholunni. Ljóðin í Things you may find hidden in my ear hafa nú þegar verið þýdd af mér en útgáfuréttinn keypti ég af hinni goðsagnakenndu útgáfu City Lights í San Francisco. Þetta verkefni snýst því um að fá fé til þess að prenta bókina, útlitshönnun og dreifingu. Kanínuholan, bókabúðin mín, er leyfishafi og útgefandi. Öll vinna við bókina er unnin í sjálfboðavinnu af mér og vinum. Með mér í ritnefnd eru eftirfarandi: Auður Lóa Guðnadóttir myndlistarmaður, fagurfræðilegur ritstjóri og höfundur forsíðu. Í yfirlestri og próförk eru svo þau Arnar Eggert Thoroddsen, Tinna Ásgeirsdóttir, Karólína Rós Ólafsdóttir og Sölvi Halldórsson. Ágóðinn af sölu bókarinnar rennur óskiptur til hjálparstarfs á Gaza. Hún verður prentuð í 300 eintökum. Ég sjálf mun sjá um dreifingu í búðir og söfn.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 2. mars 2024 10:00 fyrir Vísi.
Fyrir ári síðan skrifaði ég grein í Vísi til þess að fjalla um ástandið í Palestínu. https://www.visir.is/g/20242536897d/-kvikusofnun-sarsaukans
Kvikusöfnun sársaukans.
Þar birti ég í lokin ljóð Mosabs úr Things you may find hidden in my ear í þýðingu minni ásamt ljóði frá sjálfri mér:
Eina stjörnulausa nótt
Á Stjörnulausri nótt,
ég ligg og bylti mér.
Jörðin hristist, og
Ég dett úr rúminu. Húsið
við hliðina stendur
ekki lengur. Það liggur eins og gamalt teppi
Á jörðinni.
Niðurtraðkað af sprengjum, stórir inniskór
fljúga af lappalausum fótum.
Ég vissi ekki að nágrannarnir ættu enn þetta litla
sjónvarp,
að þetta gamla málverk héngi enn á veggnum þeirra,
að kötturinn þeirra hefði eignast kettlinga.
Mosab Abu-Toha
Þýðing úr Things you may find hidden in my ear: poems for Gaza. City Lights Books, San Francisco, 2022.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland