Kór Keflavíkurkirkju fer með U2 messu til Dublin ásamt hljómsveit og mökum. Sýnt er frá ferlinu fyrir og tónleikum í Dublin.
Við hjá Kór Keflavíkurkirkju erum ekki bara venjulegur kirkjukór. Við förum í allskonar skemmtileg og stórkostleg verkefni sem yfirleitt tengjast kirkjunni eða trúnni. Að þessu sinni erum við að gera heimildamynd um ferðalag okkar til Dublin, Írland með U2 messu. Sumir myndu segja að það sé eins og að fara með kaffi til Gvatemala og það má vel vera en kórinn er stórhuga og mottóið er að það sé ekkert víst að þetta klikki!
U2 lögin þekkja flestir en meðlimir hljómsveitarinnar eru írskir að uppruna og er Dublin þar sem þeir slitu barnsskónum. Arnór Vilbergsson organisti og stjórnandi kórsins útsetti öll lögin og gerðu kórmeðlimir fallega íslenska texta þar sem upprunaleg meining laganna fékk að halda sér. Útkoman var stórkostleg! í byrjun árs 2024 var ákveðið að gera heimildamynd um ferðina og ferlið. Tökur eru búnar, hljóðvinnslan er langt komin og búið er að staðfesta frumsýningu í Bíó Paradís í byrjun sumars.
Okkur vantar herslumuninn til að geta klárað að fjármagna myndina en margir hafa komið að fjármögnun, sóknin, Þjóðkirkjan, Kjalarnessprófastsdæmi og fjölmörg fyrirtæki á Suðurnesjum. Kvikmyndagerðamenn eru Heiðar og Bjartur Aðalbjörnssynir. Handrit, framleiðsla og verkefnastjórnun er á höndum forsvarsmanna Kórs Keflavíkurkirkju.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland