Campaign title
Bók um listakonuna Drífu Viðar þar sem birt verður úrval úr myndlist hennar, ágrip úr áður óbirtum bréfum sem eftir hana liggja og stuttar fræðigreinar um myndlist Drífu, skáldverk hennar, listgagnrýni hennar, hugsjónir og baráttumál. Bókin verður þarft framlag til íslenskrar listasögu.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€10,660

raised of €10,000 goal

0

days to go

99

Backers

107% FUNDED

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Bók um listakonuna Drífu Viðar

42%
  • Manuscript
  • Design
  • Layout
  • Proofreading
  • Printing
  • Publishing
  • Distribution

Further Information

Drífa Viðar

Drífa Viðar (1920-1971) var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og tók auk þess virkan þátt í stjórnmálaumræðu síns tíma. Verk hennar eru allrar athygli verð og er bókin ætluð sem fyrsta skref að því markmiði að gera ævistarf hennar sýnilegra og aðgengilegt bæði almenningi og fræðimönnum. Þannig megi stuðla að því að hún hljóti réttmætan sess í lista-og bókmenntasögunni.

Drífa Viðar - sjálfsmynd

Það eru afkomendur Drífu og makar þeirra sem hafa tekið af skarið til að sú hugsjón verði að veruleika. Á 100 ára fæðingarafmæli Drífu skipulögðu þau afar vel sótt málþing um ævi hennar og störf, og valin myndverk hennar voru tekin til sýningar. Bókin er afrakstur þess viðburðar. Auk þess að innihalda greinar sem gefa innsýn í fjölbreytt ævistarf Drífu má í henni finna um fimmtíu málverk og teikningar sem margar hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, sem og brot úr bréfum hennar sem lýsa bæði tíðaranda og afstöðu hennar til listarinnar.

Börn Drífu: Einar, Jón, Theodóra og Guðmundur með nokkur verka hennar.

Inngang bókarinnar skrifa Kristín Guðrún Jónsdóttir, prófessor í spænsku, og Jón Thoroddsen heimspekikennari, eiginmaður Kristínar og sonur Drífu. Jón féll frá á síðasta ári. Aðalheiður Valgeirsdóttir, listfræðingur, skrifar grein um myndlist Drífu og einnig er endurbirt grein Aðalsteins Ingólfssonar, listfræðings, þar sem myndverk Drífu eru til umfjöllunar. Helga Kress, prófessor emerítus í bókmenntafræði, skrifar vandaða greiningu á skáldverkum Drífu og Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, skrifar um list- og bókmenntagagnrýni hennar. Þá hefur Einar Steinn Valgarðsson tekið saman minningarorð um þátttöku Drífu í stjórnmálum. Í bókinni verður einnig að finna skrá yfir birt ritverk Drífu sem sýnir hve virk hún var á mörgum sviðum.

Ritstjórar eru Kristín Guðrún Jónsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.

Fjöldi ljósmynda af myndlist Drífu Viðar verður í bókinni, en Elísabet Gunnarsdóttir, safnstjóri Listasafns ASÍ og ekkja Guðmundar Thoroddsen, sonar Drífu, hefur umsjón með ljósmyndun og skráningu á verkum sem áður voru ekki aðgengileg almenningi.

Snæfríð Þorsteins sér um hönnun bókarinnar og útgefandi er Ástríki ehf.

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€10,660

raised of €10,000 goal

0

days to go

99

Backers

107% FUNDED

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland