Campaign title
Vinir Valhallar safna fyrir bíósýningarvél og tækjum til að geta sýnt nýjustu myndir í félagsheimilinu Valhöll Eskifirði. Býðst okkur notaður yfirfarinn búnaður á 4.000.000,- og hafa verið gefin vilyrði fyrir 3.000.000,- upp í söfnunina nú þegar.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€7,493

raised of €7,000 goal

0

days to go

141

Backers

107% FUNDED

Team

Vinir Valhallar

Creator
Félagasamtökin Vinir Valhallar er hópur sjálfboðaliða sem sjá um félagsheimilið Valhöll á Eskifirði, og vilja leggja sitt af mörkum til að koma húsinu í gott stand og sjá líf í því. Allar tekjur fara í að betrumbæta húsið, t.d. kaup á búnaði og tækjum til að það sé klárt útleigu og viðburði.
  • singing
  • people person

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Bíósýningartæki í félagsheimilið Valhöll Eskifirði

25%
  • Janúar - verkáætlun
  • Febrúar - kaup á tækjum
  • Mars - byrjar uppsetning
  • April - Byrjum sýningar

Further Information

Vinir Valhallar, sem er hópur sjálfboðaliða sem sér um rekstur félagsheimilisins Valhallar í Fjarðabyggð, leitar eftir stuðningi við nýtt og spennandi verkefni. Síðustu ár hafa félagasamtökin kappkostað að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir íbúa svæðisins. Einn drauma okkar hefur verið að geta boðið upp á reglulegar bíósýningar með nýjum myndum líkt og bíóhúsin á höfuðborgarsvæðinu. Til þess þarf sérhæft bíókerfi sem hingað til hefur verið utan fjárhagslegs svigrúms okkar, þar sem slíkt kerfi kostar um 13 milljónir króna nýtt. Nú hefur félagasamtökunum verið boðið notað og uppfært bíókerfi að verðmæti 4.000.000 króna. Þetta tækifæri gerir okkur kleift að uppfylla drauminn um að sýna nýjustu kvikmyndirnar á sama tíma og þær eru í sýningu á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum nú þegar tryggt stuðning frá Fjarðabyggð og öðrum aðilum að upphæð 3.000.000 króna, en vantar enn lokahnykkinn til að tryggja kaup og uppsetningu kerfisins. Við leitum því til ykkar til að gera þetta að veruleika með okkur. Verkefnið yrði unnið í nánu samstarfi við samfélagið með það að markmiði að skapa aðgengi að menningu og skemmtun fyrir alla íbúa. Við vonumst til að þið sjáið þetta sem spennandi tækifæri til að taka þátt í að efla menningarlífið í Fjarðabyggð með okkur. Ef safnast meira en markmið er með þessari söfnun, þá verður það notað í að bæta tækjabúnað fyrir bíósýningar enn betur, t.d. uppfæra poppvél.
Allir sem styrkja þessa fjáröflun verða listaðir upp á þakkarskjöld í Valhöll, í þakkarauglýsingu á samfélagsmiðlum og í hléum á sýningum (nema nafnleyndar sé óskað)

Með fyrirfram þökk fyrir ykkar velvilja og stuðning.
Virðingarfyllst,
Fh. Vina Valhallar
Friðþjófur Tómasson
Kristinn Þór Jónasson
Nikulás Kristjánsson
Sturla Már Helgason
Valbjörn Þorláksson

Bíódeildin...

Kristinn Þór Jónasson er félagsmálatröll Eskifjarðar, og hans líf snýst að mestu um að finna eitthvað til að íbúarnir hafi eitthvað til að bralla í sínum frítíma, og að íbúar á svæðinu geti kíkt í bíó er mjög ofarlega á hans óskalista.

Valbjörn Júlíus Þorláksson er tæknigúru Valhallar og með mikla ástríðu fyrir að vilja sýna allskonar bíómyndir og heimildamyndir á svæðinu, en hann og Kristinn voru t.d. með bílabíósýningar á meðan Covid stóð yfir.

Ýmsar myndir tengdar Vinum Valhallar og Valhöll

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€7,493

raised of €7,000 goal

0

days to go

141

Backers

107% FUNDED

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464