Engin spurningaspjöld – bara handhæg, lítil og nett bók sem auðvelt er að taka með sér hvert sem er. Spurningahandbókin hefur að geyma meira en 1200 flokkaskiptar spurningar sem auðvelt er að nota til að búa til skemmtilegar spurningakeppnir.
... read more

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €3000 or more is pledged before 2025-02-04 00:00.

€529

raised of €3,000 goal

27

days to go

17

Backers

18% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Garðar Örn Hinriksson

Creator
  • Tónlistarmaður, Rithöfundur,

Further Information

Spurningahandbókin

Bókin hefur marga möguleika. Einn getur verið spyrill og spurt hina í bílnum, bústaðnum, partýinu, flugvélinni eða útilegunni. Ef þú vilt búa til Pub quiz fyrir þig, þína eða aðra, er bókin alveg kjörin til að finna spurningar fyrir quiz-ið.

Í bókinni er að finna í kringum 1200 spurningar sem skiptast í eftirfarandi sex flokka.

Afþreying: Tónlist, kvikmyndir, sjónvarp og bókmenntir
Íþróttaspurningar: Almennar íþróttaspurningar
Krakkaspurningar: Allskonar spurningar fyrir yngri kynslóðina
Almennar spurningar
Er svarið rétt eða rangt?
Hver er næst/ur rétta svarinu

Dæmi um spurningar

Hvað kom mér af stað

Fyrir um 15 árum síðan settist ég í fyrsta sinn niður og bjó til spurningaspil. Eftir það var ekki aftur snúið og hef ég nú hannað töluvert af spilum á þessum fimmtán árum. Hef ekki gefið neitt af þeim út en stórfjölskyldan hefur skemmt sér vel við að spila þessi spil.

Ég hef haldið mjög mikið af spurningakeppnum fyrir fjölskylduna, sem og annarsstaðar, og því fannst mér vera kominn tími á að gefa eitthvað út sem tengist spurningum og niðurstaðan varð Spurningahandbókin.

Hingað er ég kominn

Spurningahandbókina setti ég sjálfur saman og byrjaði þá vinnu snemma árs 2024 en ég átti töluvert safn spurninga á lager þar sem ég er oft beðinn um að setja saman spurningakeppnir í fjölskyldu-og vinahittingum.

Áður hafði ég gefið út bókina, Rauði baróninn: Saga umdeildasta knattpsyrnudómara Íslandssögunnar, með hjálp Karolina Fund.

Ég leitaði til Karolina Fund eftir stuðningi þar sem ég hef enga bakhjarla í verkefninu. Markmiðið er að safna 3.000 evrum sem verða nýttar til að greiða fyrir stóran hluta kostnaðar.

Stefnt er að því að afhenda bókina í febrúar 2025

Örlitlar upplýsingar um mig

Ég heiti Garðar Örn Hinriksson og er 53 ára gamall fyrrum knattspyrnudómari, tónlistarmaður, borðspilahönnuður, faðir, bróðir, sonur, frændi, vinur og eiginmaður. Einnig er ég Parkinson sjúklingur en ég greindist með sjúkdóminn í upphafi árs 2017.
www.spurningar.com

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €3000 or more is pledged before 2025-02-04 00:00.

€529

raised of €3,000 goal

27

days to go

17

Backers

18% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464