Karl Ágúst Úlfsson rithöfundur ætlar að gefa út á bók örsögur sem sendar voru út í útvarpi þegar hann var við nám í Bandaríkjunum. Hann biður um aðstoð við að standa straum af prentkostnaði.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€4,256

raised of €4,000 goal

0

days to go

123

Backers

106% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Bókin:

100%
  • Skrif
  • Hönnun
  • Umbrot
  • Prentun

Útgáfa bókarinnar:

100%
  • Útgáfa
  • Útgáfuteiti
  • Dreifing
  • Senda út verðlaun til þeirra sem styrktu

Further Information

Ég heiti Karl Ágúst Úlfsson og er rithöfundur. Verkefnið sem ég er að safna framlögum til er útgáfa bókarinnar Aþena, Ohio.

Fyrir 20 árum bjó ég í amerískum smábæ sem hét þessu skemmtilega nafni. Um tveggja ára skeið sendi ég Rás 2 útvarpspistla um daglegt líf Íslendings í þessu samfélagi, sem oft kom spánskt fyrir sjónir og stangaðist í veigamiklum atriðum á við það sem hann átti að venjast úr heimahögunum. Pistlarnir urðu 77 talsins og fjalla um allt milli himins og jarðar, en ævinlega frá sjónarhóli hins þjóðrækna Íslendings sem veit eins og er að „Ísland er land þitt".

Nú hef ég hug á að gefa þessa pistla út á bók, því ég hef grun um að margir hefðu gaman af að rifja upp þau viðhorf og þá atburði sem þeir lýsa. Þetta er bókin Aþena, Ohio.

Hér er brot úr handriti bókarinnar:

TRÚNAÐUR VIÐ TRÉ

Áður en ég fæ rönd við reist er konan mín búin að skrá mig á námskeið í innhverfri íhugun. Hún segist hafa heyrt að speki austurlanda og ævaforn arfur hinna rótgrónu menningar-þjóða í austurvegi hafi gjörbreytt lífi fjölmargra firrtra og stressaðra vesturlandabúa á seinni árum. Og hún hlustar ekki á mig þegar ég segist ekkert kæra mig um að láta gjörbreyta mínu lífi. Ég segi henni að mér finnist í meira lagi vafasamt að fara að sulla saman gjörólíkum menningarstraumum í einum og sama haus. Ég segi að afkomanda berserkja og rímnaskálda henti engan veginn kryddlegin alheimsspeki þeirra skáeygðu - Hávamál og heilræðavísur Hallgríms séu alveg nægur vísdómur fyrir mig. Ég segist fyrir löngu hafa komið mér upp fastmótaðri lífsskoðun sem ég flaggi oft og einatt án þess að blikna, og hana geti ég orðað og kastað fram í stuttum og hnitmiðuðum setningum, svo sem Íslandi allt og Áfram K.R.

Nei, hún hlustar ekki, en heldur því fram að ég geti ekki haft annað en gott af þessu. Og allt í einu hvarflar að mér sú skelfilega hugsun að konunni minni þyki ég ef til vil ekki alveg fullkominn.

Og því er það að eldsnemma einn sunnudagsmorguninn ökum við eftir krókóttum sveitavegi langt út fyrir bæinn. Við erum á leið á námskeið í innhverfri íhugun. Ég velti þessu fyrir mér á leiðinni. Ég hélt satt að segja að íhugun hlyti alltaf að fara fram hið innra með fólki, og því þyrfti ekki að taka það fram. Mér þætti býsna fróðlegt að fylgjast með úthverfri íhugun - eða er það kannski þegar fólk hugsar ekki áður en það talar?

Áður en við stígum út úr bílnum segir konan mín við mig: „Mundu svo að jákvætt hugarfar er fyrir öllu.”

Námskeiðið fer fram á afskekktu býli, í einhvers konar útihúsi sem gæti verið hlaða, en hefur verið sópuð í fljótheitum. Hurðin stendur á sér, en á henni er miði sem hvetur fólki til að sýna stillingu og þolinmæði, dyrnar muni sannarlega opnast að lokum. Kennarinn er kona um fertugt. Hún situr uppi á borði með krosslagða fætur og býður alla velkomna með svo þíðri og innhverfri rödd að sumir þurfa að hvá hvað eftir annað áður en þeim er ljóst að hún er einungis að segja góðan dag.

Þarna er fólk af ýmsu sauðahúsi. Tvær afgreiðslustúlkur úr kjörbúð kynna sig og segjast vera komnar hér til að umbyltalífi sínu. Reffilegur vörubílsstjóri segist vera hér af einskærri forvitni. Doktor í vefjafræðum sem kominn er á eftirlaun er kominn hingað frá Michigan ásamt konu sinni til að öðlast innri frið. Ungur heimspekinemi segist vera hér af trúarlegri þörf. Ég segi að konan mín hafi eiginlega dregið mig hingað og að ég hafi varla hugboð um hvað ég sé að gera. Konan á borðinu brosir yfirskilvitlegu brosi og kinkar kolli.

„Við erum öll að leita,” segir hún svo varla heyrist.

„Þú skilur ekki - ég hef ekki týnt neinu,” segi ég, en fæ í því olnbogaskot frá konunni minni og ákveð að láta málið niður falla að sinni.

„Þið komið hingað inn þreytt, stressuð og örg út í sjálf ykkur, lífið og samfélagið í kringum ykkur,” heldur kennarinn áfram. „Þið gangi héðan út í sátt og samlyndi við guð og menn, því skal ég lofa ykkur.”

Og fólk samsinnir heils hugar. Við byrjumá því að anda. „Þetta byggist allt á öndun,” segir kennarinn. Einhvern veginn finnst mér það liggja í augum uppi, því ef við sleppum því að anda - ja, þá gæti vafist fyrir okkur að hugleiða, hugsa ég, en man svo að jákvætt hugarfar er fyrir öllu. Og ég anda eins og ég eigi lífið að leysa. Loks fer mig að svima og ég sé bjarta neista leiftra um allt herbergið. „Skyldi þetta eiga að vera svona?” hugsa ég. „Ætli maður eigi að anda þar til maður fær súrefnissjokk og kemst í annarlegt ástand. Kannski er það svoleiðis sem maður kemst í samband við alheimssálina, skynjar segulstrauma lofts og láðs, finnur sig renna saman við kosmíska krafta og hugsanir manns renna í einn farveg með andlegum öflum mannskyns í fortíð, nútíð og framtíð.”

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€4,256

raised of €4,000 goal

0

days to go

123

Backers

106% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464