Campaign title
NÁND er viðhafnarplötuútgáfa og tónleikadagskrá þar sem Sigurgeir Agnarsson, leiðari sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands flytur fimm einleiksverk eftir Huga Guðmundsson og föðurbróður hans Hafliða Hallgrímsson þar af tvö verk sérstaklega samin í tilefni af útgáfunni.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€3,700

raised of €3,500 goal

0

days to go

26

Backers

106% FUNDED

Team

CRESCENDO menningarstjórnun (Valgerður G. Halldórsdóttir)

Creator
CRESCENDO menningarstjórnun vinnur fyrir listafólk og fjölbreytt verkefni í samtímatónlist.
  • Menningarstjórnun

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

NÁND - viðhafnarútgáfa

71%
  • Janúar 2022: Tónleikar á Myrkum músíkdögum
  • Júní 2023: Upptökur í Stykkishólmskirkju
  • Janúar-Ágúst 2024: Tónsmíðavinna
  • September 2024: Upptökur í Stykkishólmskirkju
  • Október-Desember 2024: Hönnun umslags
  • Febrúar- Apríl 2025: Framleiðsla vínylplötu
  • Apríl 2025: Útgáfa

Further Information

NÁND - viðhafnarplötuútgáfa og útgáfutónleikar

Sigurgeir Agnarsson sellóleikari flytur einleiksverk eftir Huga Guðmundsson og Hafliða Hallgrímsson

NÁND er tónleikadagskrá og plötuútgáfa einleiksverka fyrir selló eftir Huga Guðmundsson og Hafliða Hallgrímsson, í flutningi Sigurgeirs Agnarssonar leiðara sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Verkefnið hófst með tónleikum á Myrkum músíkdögum 2022 og var haldin sérstök kynning á því í PODIUM-dagskrá Íslenskrar tónverkamiðstöðvar. Í framhaldi var ákveðið að hljóðrita verkin og var nýtt verk pantað hjá Huga Guðmundssyni af því tilefni. Útgáfutónleikar verða haldnir í Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar, 23. apríl 2025 og í framhaldi eru fyrirhugaðir fleiri tónleikar meðal annars í Danmörku þar sem Hugi er búsettur og á Englandi þar sem Hafliði býr.

NÁND samanstendur af fimm tónverkum eftir Huga Guðmundsson og föðurbróður hans Hafliða Hallgrímsson. Báðir eru þeir í fararbroddi sinnar kynslóðar íslenskra tónskálda og eiga að baki áralanga vináttu við flytjandann.

Hafliði á elsta verkið á dagskránni, Solitaire I sem var samið árið 1970 og hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt þekktasta verk íslenskra sellóverka. Árið 2021 samdi hann svo Solitaire II sérstaklega fyrir Sigurgeir og þessa efnisskrá.

Hugi Guðmundsson samdi þrjú verk á efnisskránni, Alluvium og Veris, sem bæði voru samin á árunum 2015 til 2020 og Coniunctio sem var samið árið 2024 sérstaklega fyrir þetta verkefni.

Öll verkin, að Solitaire I undanskildu, koma nú út í fyrsta sinn út á plötu.

Hljóðmeistari og upptökustjóri er Ragnheiður Jónsdóttir en hún hefur meðal annars stýrt rómuðum upptökum á tónlist Báru Gísladóttur og leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Upptökur fóru fram í Stykkishólmskirkju í júní 2023 og september 2024.

NÁND verður gefin út á tvöfaldri vínylplötu og á öllum helstu streymisveitum. Vínylplatan verður í gefin út í söfnunarútgáfu í afar takmörkuðu upplagi – einungis 100 númeruðum eintökum – og fylgja sérprentuð myndverk eftir tónskáldin með. Hafliði hefur alla ævi sinnt myndlist samhliða tónlistinni og haldið sýningar, bæði heima og heiman. Hugi hefur unnið ljósmyndaverk og hélt fyrstu einkasýningu sína í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, vorið 2023.

CRESCENDO gefur plötuna út.

Um listamennina

Sigurgeir Agnarsson (1976) var ráðinn aðalsellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2017. Hann hefur átt farsælan og fjölbreyttan feril sem flytjandi, kennari og skipuleggjandi margvíslegra tónlistarviðburða. Sigurgeir hefur margsinnis komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikið á ýmsum tónlistarhátíðum, bæði hérlendis og erlendis. Á árunum 2013-2020 var hann listrænn stjórnandi einnar rótgrónustu tónlistarhátíðar Íslands, Reykholtshátíðar. Sigurgeir er kennari við LHÍ og hefur verið kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík (nú Menntaskóli í tónlist) síðan 2003. Hann er og einn af stofnendum og stjórnarformaður alþjóðlegu tónlistarakademíunnar HIMA sem stofnuð var í Hörpu árið 2012.

Sjá nánar á https://www.sigurgeiragnarsson.com/

Hafliði Hallgrímsson (1941) tónskáld byrjaði að læra á selló ellefu ára gamall og 1958-1962 stundaði hann sellónám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hélt áfram námi í London við Royal Academy of Music og hlaut hin eftirsóttu Madam Suggia verðlaun og tónverðlaunaverðlaun þegar hann útskrifaðist árið 1966. Eftir nám við RAM lærði hann tónsmíðar hjá Elizabeth Luthyens, Dr.Alan Bush og Sir Peter Maxwell Davies. Hafliði naut alþjóðlegrar hylli sem sellóleikari, bæði sem einleikari og með kammerhópum, áður en hann sneri sér alfarið að tónsmíðum árið 1983. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir tónsmíðar sínar, m.a. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.

Sjá nánar á https://www.hallgrimsson.org.uk/

Hugi Guðmundsson (1977) lærði tónsmíðar við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk meistaranámi í tónsmíðum frá Konunglegu dönsku tónlistarakademíunni árið 2005. Hugi semur jafnt hljóðfæratónlist sem söng- og kórtónlist. Hann hefur tólf sinnum verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og hlaut verðlaunin 2008, 2013, 2015 , 2016 og 2023. Verk Huga hafa verið flutt fjölmörgum alþjóðlegum hátíðum eins og Musicarama í Hong Kong, ISCM í Króatíu, MATA hátíðinni í New York og Norrænum músíkdögum ásamt því að vera reglulega flutt á Íslandi. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir The Gospel of Mary, en verkið var tilnefnt til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Sjá nánar á https://hugigudmundsson.com/

Kynningarmyndband sýnt á
PODIUM, á Myrkum músíkdögum 2022

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€3,700

raised of €3,500 goal

0

days to go

26

Backers

106% FUNDED

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland