Feðgar safna fyrir útgáfu ljóðasafns ættmóður þeirra á bók
" Föðursystir mín, hún Anna Lísa og aðrir úr fjölskyldunni söfnuðu saman ljóðunum hennar ömmu og birtu þau á heimasíðu Árnastofnunar og hafa þau verið aðgengileg þar í nokkur ár. Nú langar mig endilega að gefa þau út á bók og bjóða vinum og fjölskyldu að nálgast eintak. Þessi söfnun er til setja ljóðin upp og gefa út á bók. Pabbi er búinn að skrifa uppfært æviágrip og planið er að gefa þetta út í byrjun næsta árs."
- Stefán Ingi
Sigrún Eyrbekk samdi mikið af ljóðum sem mig verða gefin út á bóka sem ljóðasafn. Ljóðin eru birt á vef Árnastofnunar en verða nú gefin út a bók sem heildstætt safn þeirra 27 ljóða sem eftir hana liggja. Sigrún fæddist I Vestmannaeyjum, ólst upp á Siglufirði og bjó lengst af á Dalvík.
Ljóð Sigrúnar Eyrbekk má finna hér: https://www.ismus.is/einstaklingar/6062
Að söfnuninni standa feðgarnir Stefán Stefánsson (Stebbi Grenó annar) og Stefán Ingi Stefánsson (Stebbi Grenó þriðji) og er markmið söfnunarinnar að gefa ljóðasafnið út á bók fyrir fjölskyldu og vini. Eintak af bókinni verður gefið á héraðsbókasafnið og á landsbókasafnið.
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464