Hjálpaðu okkur að klára mikilvæga heimild. RÚNTURINN er 10 þátta sjónvarpssería um rúntinn sumarið 1999./ Please help us finish an important documentary. RUNTURINN -an Icelandic road trip- is a documentary series about the culture of “the rúntur“ in Iceland.
... read more

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€1,856

raised of €6,500 goal

0

days to go

38

Backers

29% FUNDED

Further Information

Vídeó efst á síðu eru „hráar“ klippur úr fyrsta þætti /The video on top of the page is a rough demo from the 1st episode.

Rúnturinn-10 þátta heimildarsería
Framleiðandi: Friðrik Þór Friðriksson
Leikstjórn: Steingrímur Dúi Másson

Þættirnir Rúnturinn verða áhugaverðir og jafnframt fyndnir heimildarþættir. Þættirnir fjalla um leit okkar að rúntinum sumarið 1999, sem við á vissan hátt fundum aldrei. Við fundum ekki rómantísku hugmyndina að rúntinum sem margir sem stunduðu hann virðast hafa af honum. Rúnturinn er fyrst og fremst athafnir ungs fólks, tjáning, tilfinning, skemmtun, flipp og rugl. Hugmyndafræði þáttanna er að brjóta niður hugmyndir okkar um fagurfræði og fyrirfram gefnar venjur í heimildarmyndagerð og komast þar með að innsta kjarnanum. Afraksturinn er núna í klippingu og verður að tíu hressandi og skemmtilegum sjónvarpsþáttum um frekar merkilega menningu.

Þetta verkefni er búið að vera lengi í bígerð en upphaflega lögðum við Friðrik Þór Friðriksson upp með að gera svona frekar „hardcore“ heimildarmynd í fullri lengd, og draga ekki úr neinu. Eftir að tökum lauk, haustið 1999, áttaði ég mig á því að við vorum í raun með miklu meira í höndunum. Síðan lagðist verkefnið í dvala í mörg ár og núna, 15 árum síðar, erum við að klippa sjónvarpsþættina tíu.

Það sem gerir þættina mjög áhugaverða eru hlutverk umsjónarmannanna Ólafs Jónssonar og Viðars Hákonar. Vegna þess að þeir eru ekki alveg raunverulegir, því þeir leika að hluta til, þá verður atburðarásin oft súrrealísk. Það var af ásettu ráði enginn fókus á viðtölum eða atburðarás heldur voru kvikmyndavélarnar látnar ganga viðstöðulaust. Ég útbjó reglur (manifesto) sem hópurinn þurfti að fylgja, svo sem varðandi klæðaburð og áhugamál. Umsjónarmennirnir þóttust hafa mikinn áhuga á bílum og rúntinum sem þeir höfðu í raun ekki. Einnig lagði ég áherslu á að umsjónarmenn og tökuhópur skyldu forðast tískuklæðnað og öll smartheit. Við leigðum amerískan húsbíl og fórum á rúntinn um Ísland og heimsóttum: Akranes, Akureyri, Blönduós, Egilsstaði, Hólmavík, Höfn, Ísafjörð, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Þetta er mjög mikilvæg og hreinskilin heimild um jaðarmenningu í íslensku samfélagi.

Ef við náum takmarkinu hér á Karolina Fund getum við klárað að vinna þættina og að því loknu komið þeim í opinberar sýningar í sjónvarpi og á netinu. Takmarkið er að þeir verði tilbúnir í júní á þessu ári.

Þetta verkefni hefur verið að gerjast lengi með mér og gerði ég MA rannsókn við Háskólann á Bifröst um það sem má skoða hér: http://hdl.handle.net/1946/14021

kveðja,
Steingrímur Dúi

RUNTURINN -an Icelandic roadtrip-
a 10 episode documentary series
Producer: Fridrik Thor Fridriksson
Director: Steingrimur Dui Masson

RUNTURINN is an interesting and comical documentary series for television.
It´s about this search for the Icelandic Rúntur, a community committed to the weekend nighttime tradition of driving slowly through the center of a town or city. In the end we found that this community did not really exist. It existed as an idea, but as beauty lies in the eye of the beholder so does the Runtur. Finally we discovered that the runtur can be seen simply as the activity of young people, their expressions, feelings, fun nights out and wild entertainment. Our idea was not only to search out this culture but more importantly to question our ideas about aesthetics and predetermined customs in documentary filmmaking. The results of all this is now in the editing room and the outcome will be ten episodes of refreshing and interesting television.

Initially Fridrik Thor Fridriksson and me wanted to make a "hardcore" feature length documentary on this social activity without trying to glamorize anything nor to be timid about what events would unfold. The result of this journey was so lengthy that immediately after finishing the shooting (in September 1999) I started to think of it rather as a television series. Due to lack of finance and other assignments the whole project went to sleep for many years, but now, 15 years later, the episodes are finally being edited.

The hosts, Olafur Jonsson and Vidar Hakon, are both interesting and funny, and because of the fact that they are partly acting, everything that unfolds becomes surrealistic and often very funny. I intentionally had no focus on the interviews nor on the events happening and just let the cameras roll and shot whatever happened. The hosts pretended to have a keen interest in cars and the social activity of cruising when in fact they really had none whatsoever. I created certain rules, a manifesto, which forbade the actors and the crew from wearing fashionable clothes or any trendy outfit. We hired a rusty American van and took to the road driving around Iceland visiting: Akranes, Akureyri, Blönduós, Egilsstaðir, Hólmavík, Höfn, Ísafjörður, Keflavík, Reykjavík and Vestmannaeyjar. This is a very important and candid documentary on an interesting subculture in Iceland.

If our goal will be reached here on Karolina Fund we will use the money to finish the episodes and broadcast them publicly on TV and on the Internet. The plan is to finish the project in June this year.

It might be worth mentioning that I recently wrote an MA thesis at the Bifrost University on this project, which may be viewed here (unfortunately it´s only in Icelandic but it has an abstract in English on page 5): http://hdl.handle.net/1946/14021

Best regards,
Steingrímur Dúi

NOT FUNDED

This project was not funded or cancelled.

€1,856

raised of €6,500 goal

0

days to go

38

Backers

29% FUNDED

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464