Skálda er ný bókabúð sem mun opna á Vesturgötu 10a í haust.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€15,026

raised of €15,000 goal

0

days to go

238

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Einar Björn Magnússon

Creator
Einar Björn er stofnandi bókabúðarinnar Skáldu.

Further Information

Ný bókabúð í Reykjavík

Skálda er ný bókabúð sem opnar á Vesturgötu 10a í haust. Skálda ætlar að bjóða upp á nýjar og spennandi bækur ásamt vel völdum notuðum bókum, bæði á íslensku og ensku. Markmið Skáldu er að skapa samfélag fyrir bókaorma og lestrarhesta og taka virkan þátt í blómlegu bókmenntalífi borgarinnar með lifandi og skemmtilegum viðburðum.

Til þess að bókabúðin geti byrjað af krafti þurfum við þinn stuðning. Það sem safnast í hópfjármögnuninni mun nýtast til þess að kaupa innréttingar, húsgögn, tækjabúnað, tryggingar og síðast en ekki síst: nýjar bækur!

Vertu hluti af Skáldasamfélaginu frá upphafi!

Húsnæðið

Skálda verður til húsa að Vesturgötu 10a, sem er 120 ára gamalt hús með mikla sögu. Húsinu er vel við haldið og rýmið fallegt og bjart, með stóra glugga sem vísa upp Garðastræti. Næst á dagskrá er að fylla húsnæðið af bókum og til þess þarf að kaupa bókahillur, borð, stóla og önnur húsgögn. Markmiðið er að hanna bókabúðina þannig að hún taki vel á móti gestum og að auðvelt verði að gleyma sér í bókum og grúski.

Bækurnar

Bókabúð þarf að vera full af bókum! Nú þegar eru nokkrir tugir kassa af notuðum bókum á lager sem bíða eftir að komast í hillur Skáldu. Það vantar hins vegar nýjar og ferskar bækur og til þess þurfum við stuðning þinn! Hluti af fénu sem safnast í hópfjármögnuninni mun nýtast til þess að kaupa brakandi nýjar bækur þannig að bókabúðarreksturinn geti byrjað af krafti.

Maðurinn á bakvið Skáldu

Stofnandi Skáldu er Einar Björn Magnússon. Hann hefur unnið ýmis störf tengd bókum, kennslu og menningarmiðlun og er með B.A.-gráðu í íslensku og M.A.-gráðu í hagnýtri menningarmiðlun. Einar hefur alltaf verið mikill bókaormur og bókabúðir og bókasöfn eru hans uppáhaldsstaðir.

Áheitin

Ef þú heitir á verkefnið getur þú fengið ýmislegt fyrir þinn snúð – allt frá bókamerki upp í séráritaðar bækur sem geta orðið miklir safngripir eða jafnvel þinn eigin bókmenntaviðburð!

Þú getur líka heitið á verkefnið án umbunar og valið upphæð.

Nánari upplýsingar um sérárituðu bækurnar verður hægt að sjá á Facebook- og Instagram-síðu Skáldu.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€15,026

raised of €15,000 goal

0

days to go

238

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464