Ættleidd stúlka frá Sri Lanka leitar blóðforeldra sinna, fær erfiðar fréttir og langar að komast út að hitta fólkið sitt
Ég heiti Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir og er fædd árið 1984. Ég var ættleidd til Íslands árið 1985 og uppalin í þorlálshöfn. Ég er gift yndislegum manni og eigum við fjóra drengi saman ásamt því að ég stunda fullt nám í háskóla.
Eins og flestir ættleiddir einstaklingar upplifa einhvern tíman á lífsleiðinni þá hef ég fundið fyrir þörf fyrir að vita uppruna minn. Í mar 2024 leitaði ég til Auri Hinrikson eftir aðstoð sem hún gerði. Það tók engilinn okkar allra ættleiddra ekki mjög langan tíma að finna fólkið mitt.
Foreldrar mínir voru giftir þegar þau eignuðust mig, Mamma mín var neydd af bróður sínum til að gefa mig frá sér því faðir minn gat ekki unnið sökum veikinda ( hann var með berkla), í kjölfarið helltist yfir foreldra mína gífurleg sorg sem leiddi til skilnaðar þeirra. Faðir minn gafst upp á lífinu, hætti að taka lyfin sín og nokkrum árum seinna dó hann aleinn heima hjá sér.
Móðir mín flutti til fjölskyldu sinnar, giftist aftur og eignaðist með þeim manni tvær dætur sem eru yngri en ég. Árið 2002 fóru þau hjónin í veislu í næsta húsi sem leiddi til þess að maður mömmu minnar myrti hana heima hjá þeim.
Ég á því ekki foreldra á lífi og fylgir því mikil sorg. En ég á bæði systur úti sem þrá að hitta mig, ég á líka móðurömmu sem er á lífi ( 87 ára) og því finnst mér ég verð að komast út að hitta þau. Ammma mín hefur séð til þess að systur mínar hafa alla tíð vitað af mér, litlu stelpunni sem var gefin.
Þar sem ég er námsmaður á námslánum er ekki hlaupið að því að fara til Sri lanka fyrir mig og því leita ég til ykkar eftir styrkjum til að gera mér það kleift. Ég verð ykkur ævinlega þakklát. Mér finnst ég bara verð að komast út til að hitta móðurömmu mína og systur, geta heimsótt grafir foreldra minna .
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464