Ásdís Rán alla leið
Stofnað hefur verið til fjáröflunar til að fjármagna mína ævintýralegu vegferð að framboði til forseta Íslands með það að markmiði að gera mig samkeppnishæfa hinum frambjóðendunum sem hafa nú töluvert forskot á mig í sínum rándýru markaðsherferðum!
Þið þekkið mig sem athafnakonu frá unga aldri, fyrirsætu, líka þyrluflugmann ásamt þessu hef ég skrifað sjálfsstyrkingarbók fyrir konur, framleitt hinar ýmsu vörur-og sjónvarpsefni og margt annað sem ég hef lagt mér fyrir hendur á mínum ferli.
Allt sem ég hef áorkað hef ég gert með ákveðni, kjark og elju að vopni. Bakgrunnur minn kann að vera óhefðbundinn en býður upp á nýtt og ferskt sjónarhorn sem ég tel sárlega þörf á í okkar pólítíska landslagi.
Ég er eflaust ekki hinn dæmigerði frambjóðandi, en það gefur mér sérstöðu, ég er trú og traust í mínum málefnum, mikil baráttukona og í ljónsmerkinu. Með þínum stuðningi færir þú mig nær Bessastöðum, ýtir undir fjölbreytni í flokk frambjóðenda og gerir forsetabaráttuna líflegri og skemmtilegri.
Forsetinn okkar á að vera ópólitískur, mannlegur og gæddur miklum persónu töfrum. Hann þarf að vera trúr og traustur sínum málefnum og þjóð, með kjark til að standa upp þegar á móti blæs og með brennandi eldmóð fyrir íslenskri sögu, menningu og hefðum.
Þitt framlag stórt eða smátt, mun vera stór þáttur í kosningaherferð að breyttum framandi tímum á Bessastöðum og nýjum nútímalegum gildum!
Við þurfum ekki fleiri stjórnmálamenn, fræðimenn eða valdafólk í stöðu forseta íslands. Verum innblástur fyrir unga fólkið, breytum sögunni og mótum framtíð Íslands.
Takk fyrir mig =)
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464