Lilli Tígur er kominn AFTUR á kreik & hann er meira að segja byrjaður að lesa! Fyrsta serían um Lilla Tígur fór alla leið á Karolina Fund með hjálp rúmlega 100 manns og nú er Lilli Tígur komin aftur í stuð og vill framleiða meira barnaefni ..
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€6,731

raised of €6,600 goal

0

days to go

127

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Förum alla leið saman

20%
  • Frumgerð
  • Hugmyndavinna
  • Upptökur
  • Eftirvinnsla
  • Frumsýning

Further Information

FYRSTA SERÍA UM LILLA TÍGUR gekk vonum framar með hjálp rúmlega 100 manns sem styrktu við verkefnið. Þættirnir eru nú í línulegri dagsskrá Stöð 2, í vefsjónvarpi þeirra á Stöð 2+ & að sjálfsögðu á Youtube rás Lilla Tígurs eins & lofað var. Draumurinn okkar hefði ALDREI orðið að veruleika ef það væri ekki fyrir allt frábæra stuðningsfólkið sem styrkti litla verkefnið okkar!

VIÐ TELJUM AÐ SKJÁTÍMA SÉ HÆGT AÐ NOTA Á UPPBYGGILEGAN HÁTT til að læra nýja hluti, tengja við tilfinningar, læra að tjá sig, fá hugmyndir að leik, leysa vandamál & ýmislegt fleira & þess vegna höfum við ákveðið að halda af stað í nýtt ferðalag með Lilla Tígur - þar sem hinn 6 ára gamli Grettir Thor Árnason talsetur með frjálsri aðferð fyrir tígrishvolpinn Lilla Tígur!

BARNIÐ ER Í EÐLI SÍNU LISTAMAÐUR sem sækir í form, liti & aðra fegurð í umhverfinu. Barnið þarf fræðslu & leiðbeiningar en á sama tími frelsi til þess að skapa & fá að vera barn. Þemu þessarar seríu eru litir & frjáls hugsun þar sem hugmyndir & pælingar hins 6 ára Grettis um lífið & tilveruna fá að njóta sín auk þess sem hver þáttur hefur sinn lit sem Lilli Tígur fjallar um á skemmtilegan hátt!

ÞESSI SERÍA mun vera aðgengileg á Youtube rás Lilla Tígurs þar sem þættirnir koma þar inn hver að fætur öðrum þangað til að þeir eru allir tilbúnir. Þegar öll serían er tilbúin munu nöfn allra bakhjarla birtast í lok hvers þáttar auk þess sem stuðningsfólki verður að sjálfsögðu boðið í ÚTGÁFUPARTÝ þegar allir þættirnir eru tilbúnir.....


NÆST Á DAGSKRÁ; SERÍA 2!

ÞÆTTIRNIR Í SERÍU TVÖ ættu að skemmta fólki á öllum aldri en þeir sem verða hrifnastir eru líklega krakkar á aldrinum 2-6 ára. Þar sem Grettir er nýbyrjaður í skóla & búinn að læra að lesa mun Lilli Tígur lesa einföld orð fyrir krakkana, tala um tilfinningar, leysa vandamál, kenna leiki, fjalla um ólík form, áferðir & hreyfingar & auðvitað bulla aðeins eins & honum einum er lagið!

HÉR FYRIR NEÐAN má sjá fyrsta þátt í seríu númer tvö þar sem Lilli Tígur fer í Gulaland þar sem allt er gult & hann hittir m.a. býflugu, gula eðlu & les stutt orð svo eitthvað sé nefnt.

OKKAR SÉRSTAÐA & það sem við erum afar stolt af er íslensk framleiðsla úr náttúrulegum leikmunum þ.e.a.s. hlutunum & dótinu í umhverfi barnanna. Bakgrunnir, leikarar (fígurur) & leikmyndir eru að langmestu leyti úr raunverulegum leikföngum sem lifna við á skjánum!

ÞAÐ ÆTTI ENGUM AÐ LEIÐAST að fylgjast með uppátækjum Lilla Tígurs í þáttunum & erum við komin með ýmsar frumlegar, líflegar & skemmtilegar hugmyndir niður á blað sem við óskum þess svo heitt að fái að lifna við & lifa á skjám landsmanna svo lengi sem við lifum & lærum.

HVER ERUM VIÐ ..

Þórhildur Stefánsdóttir er vef- & menningarmiðlari að mennt með óbilandi áhuga á hugmyndavinnu, sköpun & framleiðslu. Þórhildar elskar pizzu, padel, þemapartý, útihlaup, ferðalög, nytjamarkaði og flestar félagslegar samkomur. Það sem hefur gefið Þórhildi mikið síðustu tvö ár eru þau forréttindi að fá að skapa efni með syni sínum & núna bráðum bestu vinkonu sinni.

Fanný Ragna Gröndal hefur nú bæst við Lilla Tígur teymið & kemur með alla sína listrænu hæfileika að borðinu. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt, með hlýja nærveru & einstaklega gott auga fyrir hlutunum. Það skiptir ekki máli hvar hún stígur niður fætinum - allt sem Fanný snertir verður listaverk. Fanný elskar fjallgöngur, ferðalög, góðan mat og útihlaup. Fanný þykir þó fátt betra en að sjá nýja hluti verða til í höndunum á sér, hvort sem það sé með málningu, prjónum eða myndvinnsluforriti!

Grettir Thor Árnason er hugmyndaríkur 6 ára strákar sem er nýbyrjaður í Snælandsskóla í Kópavogi. Grettir byrjaði snemma að gera sig skiljanlegan & hefur alltaf verið skýr & skapandi & var ekki nema 1 & hálfs árs þegar langamma Grettis, Áslaug Guðnadóttir spáði því að hann yrði einn daginn leikstjóri. Grettir elskar að spila fótbolta, safna fótboltaspjöldum, heimsækja fólkið sitt & leika sér inni & úti.

Elma Örk Johansen er lífleg & skapandi 3 ára stelpa sem er í leikskólanum Álftaborg. Það má segja að Elma hafi byrjað að syngja áður en hún byrjaði að tala & eru helstu áhugamál hennar söngur, dans & hlutverkaleikir. Hún bregður sér reglulega í hlutverk Sollu Stirðu, Önnu & Elsu í Frozen & systkinana Ídu & Emils. Sköpunarhæfileikarnir & súper sæta röddin hennar Elmu munu koma að góðum notum í hugmyndavinnu fyrir þættina & í talsetningu.


HUGMYND VARÐ TIL

ÞAÐ VAR Í SEPTEMER 2022 þegar hafði Grettir verið veikur heima í nokkra daga & orðinn leiður á dótinu sínu & barnaefninu sem var í boði að honum datt í hug að búa til íslenskt barnaefni sem færi inn á Youtube, því hann & mamma hans voru sammála um að það værákveðinn skortur á því á efnisveitunni. Nokkru síðar vorum þau búin að stilla upp leikmynd fyrir stuttmynd um lítinn tígrishvolp kallaðan Lilli Tígur.

SÖGUÞRÁÐURINN VAR EINFALDUR; Lilli Tígur var að fara yfir vatn með mömmu sinni & pabba þar sem ýmis dýr voru á vappi. Úr varð stuttmynd sem fékk mikla athygli, fréttaumfjallanir & biðu margir spenntir eftir næsta myndbandi, enda söguþráðurinn frekar frumlegur & krúttlegur!

Í FRAMHALDINU FÓR BOLTINN AÐ RÚLLA & eftir hvatninu frá fólkinu í kringum okkur & áhuga fólks á ævintýrum Lilla Tígurs ákváðu við að blása til söfnunar fyrir framleiðslu á heilli þáttaseríu um hann.

& HÚRRA - SÖFNUNIN FÓR ALLA LEIÐ & eftir nokkra mánuði voru þættirnir orðnir 10 talsins & þá var komið að útgáfupartýinu þar sem öllu stuðningsfólkinu var boðið að koma & þiggja veitingar, horfa á þættina & fagna útgáfunni með okkur! Hér fyrir neðan eru myndir frá útgáfupartýinu eftir fyrstu seríu ...

NOKKRIR HLEKKIR FYRIR ÁHUGASAMA

- SMELLTU HÉR til að sjá umfjöllun RÚV um Lilla Tígur í nóvember 2022!

- SMELLTU HÉR til að sjá alla fyrstu seríu um Lilla Tígur á Youtube!

- SMELLTU HÉR til að sjá þættina í fyrstu seríu á vefsjónvarpi Stöð 2!

- SMELLTU HÉR til að hlusta á Lilla Tígur lagið á Spotify!

ÁHEIT ÓSKAST

Staðreyndin er sú að tíminn sem það tekur að búa til hvern þátt er talsverður & tækin eru þónokkur & þar fyrir utan er allskonar tilfallandi kostnaðar eins & áskriftir af myndvinnsluforritum, hljóðforritum & hljóðbönkum svo eitthvað sé nefnt.

Við leitum því til fólksins & fyrirtækjana í landinu að styrkja litla Lilla Tígur ævintýrið okkar svo börnin geti haldið áfram að fylgjast með ferðalagi Lilla Tígurs & félaga.

Einstaklingar sem styrkja verkefnið fá nafn sitt í lok hvers myndbands auk þess sem öllum verður boðið í útgáfupartý Lilla Tígurs þegar öll serían verður tilbúin.

Fyrirtæki sem styrkja verkefnið verða merkt sem bakhjarlar verkefnisins og munu merki (e.logo) þeirra birtast í lok hvers myndbands.

Margt smátt gerir eitt stórt svo ef þið hafið tök á því að styrkja framleiðsluna verðum við ykkur ævinlega þakklát

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€6,731

raised of €6,600 goal

0

days to go

127

Backers

102% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464