Sóla og stjörnurnar er ný bók fyrir 3-8 ára börn og fjallar um Sólu Grýludóttir. Grýla verður öskureið og hendir Sólu út í vetrarkuldanum fyrir að óhlýðnast sér. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Sóla og sólin sem kom út 2014. Hlíf Una teiknaði myndirnar í nýju bókina um Sólu..
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€205

raised of €200 goal

0

days to go

8

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Ólöf Sverrisdóttir

Creator
  • Leikari, sögukona og skáld

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Sóla og stjörnurnar

0%
  • Skrif
  • Uppsetning bókar
  • Hönnun bókarkápu
  • Prentun
  • Útgáfa og dreifing

Further Information

Grýla kallar á börnin sín,
þegar hún fer að sjóða til jóla:
Komið hingað öll til mín,
Leppur, Skreppur,
Lápur, Skrápur,
Langleggur og Skjóða,
Völustallur og Bóla,
Sigurður og Sóla

Sóla og stjörnurnar er sjálfstætt framhald af Sóla og sólin sem kom út 2014 og fjallar um Sólu Grýludóttur. Í þessari sögu vill Sóla ekki hlýða mömmu sinni sem móðgast svo ógurlega að hún hendir Sólu út í vetrarkuldann.. Hvernig skyldi Sólu reiða af út í næturfrostinu?
Sóla sögukona hefur farið á flesta leikskóla Reykjavíkurborgar og sagt börnunum sögur. Meðal annars sögur af æsku sinni í Grýluhelli. Í þessari bók lendir Sóla uppá kant við mömmu sína en ólíkt hinum systkynum sínum á þessum tíma vildi Sóla alls ekki hrekkja börn eða vera ótuktarleg.
Sagan Sóla og stjörnurnar lifnar við með teikningum eftir Hlíf Unu .

Um höfund og teiknara

Ólöf Sverrisdóttir er leikkona, sögukona og skáld. Hún hefur gefið út eina barnabók „Sóla og sólin“, ljóðabókina „Hvítar fjaðrir“ og smásögur í smásagnasafninu Möndulhalli. Einnig hefur hún skrifað fjölda leikrita en barnaleikritin Sköpunarsaga og Frá goðurm til Guðs voru sýnd út um allt land. Ólöf starfaði til margra ára sem sögukona og viðburðastjóri hjá Borgarbókasafni og sagði sögur í sögubílnum Æringja. Einnig hefur hún verið með ritlistarnámskeið hjá Endurmenntun og leiklistarnámskeið fyrir fullorðna hjá Leiklistarskólanum Opnar dyr sem hún og Ólafur Guðmundsson hafa rekið um árabil.

Hlíf Una Bárudóttir útskrifaðist úr teikningu frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2016. Síðan þá hefur hún aðallega unnið við myndskreytingu bóka og bókarkápa. Hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021 sem myndhöfundur bókarinnar Í huganum heim. Einnig hefur hún tekið að sér fjölbreytt teikniverkefni fyrir fjölmiðla, stofnanir, gert ýmsar tækifærismyndir fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt því að sinna stundakennslu við Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Höfundur með bókina Sóla og sólin

Sóla er nú orðin fullorðin. Hún ferðast um segir sögur og skemmtir börnunum

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€205

raised of €200 goal

0

days to go

8

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464