Mig hefur vantað harmonikku sem hæfir mér og minni tónlist lengi. Ég fór til Ítalíu og fann þar draumahljóðfærið, svona eins og þegar Harry fann sprotann sinn hef ég fundið harmonikkuna mína! Nú leita ég á ykkar náðir til að geta látið drauminn rætast
... read more

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €16500 or more is pledged before 2024-12-14 00:00.

€11,855

raised of €16,500 goal

23

days to go

131

Backers

72% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Margrét Arnardóttir

Creator
  • harmonikkuleikari
  • Tónlistarkona
  • Sviðslistir

Further Information

Hver er Margrét Arnar?

Hæhæ! Ég heiti Margrét og ég hef spilað á harmonikku frá sjö ára aldri, alveg frá því ég fékk harmonikku í jólagjöf 1991. Það má heldur betur segja að sú gjöf hafi umbreytt minni heimsmynd svo um munar.
Síðan þá hef ég varla lagt hljóðfærið frá mér -

Með grunninn frá einkakennara mínum, Karli Jónatanssyni, og viðbótinni sem ég sótti mér í FÍH á fullorðinsárum, í bæði klassísku og rythmísku námi, hefur mér tekist að móta mér mjög persónulegan, og já -svolítið ,,annars konar” stíl á hljóðfærið.

Ég hef verið ansi sýnileg og virk á hinum ýmsu sviðum tónlistar- og listasenunnar. Grétar Örvarsson lýsti mér einhverntíman sem ,,Kyndilbera íslensku harmonikkunnar" og ég gengst glöð (og montin) við því!

Mér hefur tekist að vera afar afkastamikil í gegnum tíðina - og verkefnin hafa vissulega verið jafn mörg og þau hafa verið fjölbreytt. Hljómsveitir og tónlistarstílar úr öllum áttum, og fleiri tónleika sem og "dinner"gigg en ég mun nokkurntíman hafa tölu á. Ég hef spilað inn á fjölda hljómplatna, gert tónlist fyrir leikrit auk þess sem heyrst hefur í mér í örfáum auglýsingum, þáttum og kvikmyndum.

Sviðslistir hafa lengi átt hjartað mitt. Í öllum mögulegum formum. Oft kalla ég mig ,,tónlistar- og sviðslistakonu” þar sem verkefnin spanna allt frá hefðbundnum leiksýningum eins og við þekkjum þær yfir í grín- og sketsasýningar á borð við Reykjavík Kabarett, Improv Ísland og Freyðijól. Eins og harmonikkan er mikilfenglegt hljóðfæri elska ég líka að grína með henni. Hefurðu tildæmis séð Svarthöfða spila á nikku? Það var kannski bara örugglega ég!

Dæmi um tónlistarfólk sem ég hef unnið með eru Bubbi, Prins Póló, Sóley, Brynhildur Guðjóns, Grétar Örvars, Jelena Ciric, Benni Hemm Hemm, Bogomil Font og Svavar Knútur -svona bara rétt til að nefna einhverja.

Einnig hef ég notið þeirra forréttinda að fá að ferðast bæði út um allt land og heilmikið út fyrir landsteinana með harmonikkuna. Bara núna í sumar var ég tildæmis að túra um Japan með leikrit, og svo má alls ekki gleyma því þegar ég spilaði í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardeginum okkar í fyrra, já nikkan hefur meira að segja dregið mig á rauða dregilinn í Cannes!

Hér er linkur með samantekt yfir þau lög og plötur sem ég hef spilað á. Ég mæli sérstaklega með plötunni Shelters one, með Jelenu Ciric - en fyrir þá plötu hlutum við íslensku tónlistarverðlaunin. Svo eru auðvitað Bubbi og Prins Póló ekki síðri. Nei ég er hætt að velja uppáhöld - nú smellir þú bara og hlustar!

https://open.spotify.com/playlist/05JTzP8cQnGZjGUoMJhiZx?si=2a5dba2b7e78446d

Verkefnið í stuttu máli:

Ég er að safna fyrir draumaharmonikkunni minni! Hljóðfærið með öllu kostar tvær milljónir íslenskra króna - og þar sem ég þarf að fara alla leið til Ítalíu til að sækja hana - sjóðheita úr verksmiðjunni - er ferðakostnaðurinn innifalinn í söfnuninni, eða um 200.000 krónur.

Hver er baksagan?

Ég hef leitað að minni ,,einu réttu" harmonikku í að verða tíu ár. Ísland er lítið og markaðurinn sömuleiðis, hvað þá þegar maður er svona kröfuharður á tónlistina sína og vinnutækið sitt!

Í September í fyrra (nánar tiltekið á 39 ára afmælinu mínu) flaug ég til Castelfidardo, sem er lítið þorp á Ítalíu þekkt hjá mörgum sem einhverskonar "mekka harmonikkunnar". Þarna dvaldi ég í tíu daga og heimsótti fjöldann allann af verksmiðjum, mátaði hljóðfæri, ráðfærði mig við fagmennina, mátaði og mátaði oooog mátaði. Og ég FANN!

Hverjar voru kröfurnar?

Til að stikla á stóru þá eru kröfurnar, meðal annars:

ÞYNGD - Ég stend mikið með harmonikkuna, svo hún þarf að vera létt.
STÆRÐ - Ég ferðast mjög mikið heimshornanna á milli - svo hún má ekki vera of stór. En þó auðvitað nógu stór. Bara rétt stór.
TRAUST - Þetta segir sig sjálft. Gott og traust vörumerki skiptir máli. Þetta er fyrir lífstíð og við viljum alvöru nikku, ekkert dót eða djók!
MÆK - innbyggðir míkrafónar báðum megin er algjört möst.

og svo er það auðvitað SOUNDIÐ
- Jújú - heildarhljómurinn þarf að smellpassa við það sem ég get gefið frá mér. Það er ferlegt þegar þú ert að reyna að segja eitt en "lyklaborðið" skortir rétta "letrið", ef ég má nýta þá myndlíkingu, Mín tónlist þarf sitt eigið "letur"

Ég er að leita bæði að hárréttu "frönsku" soundi; góður og rómantískur hár víbríngur sem Edith Piaf myndi vera stolt af. En harmonikkan mín þarf líka að bjóða upp á fullkomna "rómantíska" djúpa tóninn því ég er sökker fyrir rómantíkinni - og hún verður að hljóma hárrétt. Hvað bassann varðar þá er það svipað, hann þarf að geta bæði verið dimmur og drungalegur, en sömuleiðis elska ég það sem kallast "flautuhljóð", þá hljómar hann eiginlega frekar eins og ... hvað á ég að segja.. þverflauta? Ég skal útskýra þetta í ferlinu!

HVER ER EIGINLEGA ÞESSI NIKKA?

Beltuna Leader IV - 96p FLY heitir hljóðfærið. Þetta var síðasta harmonikkuverksmiðjan sem ég heimsótti á Ítalíu og ég get alveg sagt ykkur að ég var smá á leiðinni að sætta mig við að ég fyndi ekki hina einu réttu - enda var ég búin að prófa margar góðar. Bara engin var alveg ,,mín".

En þarna var hún! Og sko - hún er með flipa, þessi svarti beint fyrir ofan lógóið, sem lokar fyrir soundið - sem breytir því í eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður. Eitthvað alveg fullkomið. SVO rómantískt!

Ég veit að myndin er kannski ekki sú besta í heimi - en sjááááiði ekki samt hvað hún er falleg ofan á allt hitt?

Hvernig getur þú styrkt mig?

Hér hægra megin á síðunni má sjá allt sem í boði er. Bæði má styrkja með frjálsum framlögum en svo er heill hellingur sem ég vil gera í staðinn fyrir styrk upp í draumaharmonikkuna mína:

Þú getur keypt miða á stofutónleika, þú getur fengið lag á instagram, þú getur fengið tvö lög send upp að dyrum (kannski óvænt gjöf handa einhverjum?), þú getur pantað lifandi tónlist í kvöldmatarboðið eða jafnvel á árshátíðina - þú getur meira að segja fengið mynd af Krumma að spila á harmonikku!

Hér fyrir neðan fer ég aðeins betur yfir nokkra valmöguleikanna

Stofutónleikar!

Ég elska að spila náið fólki og þess vegna er ég sérstaklega spennt fyrir þessu. Til að byrja með ætlaði ég að halda stóra tónleika, þið vitið, eitthvað svona næstum því Hörpu-dæmi, en, mig langar að vera nær þeim sem vilja styrkja mig. Eiga saman fallega stund í heimilislegu umhverfi þar sem ég spila mín uppáhalds lög og segi soldið frá mér og þeim.

Það verða tvennir tónleikar af hefðbundinni gerð, sem ég held áður en ég fæ harmonikkuna, alls 80 miðar.
Eftir að ég fæ nikkuna verður fínni týpan af stofutónleikum, lítil veisla og meððí til að halda upp á áfangann og nýja hljóðfærið mitt!

Þetta verða einlægar og skemmtilegar kvöldstundir - og ég hlakka strax alveg ótrúlega mikið til.

Dinnergigg

Þetta hef ég gert síðan ég man eftir mér og þarna er ég í essinu mínu. Ef það má einhverntíman kalla mig ,,sjóaða" í einhverju - þá er það akkúrat þarna.

Ég elska að spila undir í kokteilboðum, veislum, stórafmælum og brúðkaupum - og það er afskaplega vinsælt að hafa mig þá í fordrykknum. Einhver (ég) sem er mættur á undan öllum til að setja tóninn (bókstaflega). Ég er virkilega góð í að lesa í hópinn og aðlaga tónlistina að stemningunni sem á við hverju sinni.

Ég býð upp á dinnergigg fyrir einstaklinga annars vegar (minni hópar) og fyrirtæki hins vegar (stærri hópar). Ef þú ert óviss með fjöldann - fylgdu þá bara hjartanu.

Er ég að biðja um nikku í afmælisgjöf?

Ég átti fjörtíu ára afmæli þann 2.september. Ég legg jú mesta áherslu á að færa ykkur eitthvað í staðinn - en er samt ekki frekar frábært líka að geta gefið harmonikku í afmælisgjöf?
Hvað þá fyrir mig, að fá harmonikku í afmælisgjöf!
Þetta er grín í fullri alvöru - ef þig hefur einhverntíman langað til að gefa harmonikku í afmælisgjöf þá er núna tækifærið til að gleðja og styðja við konu sem hefur kennt sig við hljóðfærið í heil 33 ár og er svo hvergi, hvergi hætt.

Harmonikku..krummi?

Nú er það svo að unnustinn minn, sem ég fann einmitt í tengslum við harmonikkugigg á Stöðvafirði, er listmálari og animator.

Til að leggja sitt af mörkum málaði hann þessa fallegu mynd af Krumma sem er að spila á harmonikku (!) og verður einungis fáanleg hér á meðan á fjáröflunin stendur yfir.

Karakterinn er hluti af stærra verkefni sem hann er með í býgerð, en þar spilar hann vissulega ekki á harmonikku. Er þetta ekki tildæmis fullkomin afmælis, já eða jólagjöf fyrir harmonikkuunnendann?

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

Seeking funding

Fund this project

This project will only be funded if €16500 or more is pledged before 2024-12-14 00:00.

€11,855

raised of €16,500 goal

23

days to go

131

Backers

72% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464