Barnabækurnar Flökkukindin og Karatekindin eru fyrstu tvær bækurnar í barnabókaseríu sem fjalla um ævintýri unglingslambsins Doppu. Hver bók getur staðið sjálfstæð, en bókaserían býður þó áhugasömum upp á að fylgja ævintýrum Doppu nánar eftir. Bækurnar eru mín frumraun í barnabókaskrifum.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,579

raised of €5,500 goal

0

days to go

91

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Eva Björg Sigurðardóttir

Creator
  • Creative Writing

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Barnabækur: Flökkukindin og Karatekindin

66%
  • Hugmyndavinna
  • Bókaskrif
  • Hönnun bókarmerkis
  • Flökkukindin myndskreyting
  • Karatekindin myndskreyting
  • Umbrot og hönnun
  • Prentun
  • Upptaka hljóðbóka
  • Útgáfa og dreifing

Further Information

Barnabækurnar Flökkukindin og Karatekindin eru fyrstu tvær bækurnar í barnabókaseríu sem fjalla um ævintýri unglingslambsins Doppu. Hver bók getur staðið sjálfstæð, en bókaserían býður þó áhugasömum upp á að fylgja ævintýrum Doppu nánar eftir. Flökkukindin er fyrsta bókin, og Karatekindin bók númer tvö í þessari bókaseríu.

Bækurnar eru frumraun mín í barnabókaskrifum og mun ég sjá sjálf um útgáfuna og þá einnig allan þann kostnað sem henni fylgir. Prentun og myndskreyting kostar töluvert, en ég er svo heppin að hafa fundið frábæran grafískan hönnuð sem hefur tekið þetta verkefni að sér. Öll áheit munu aðstoða mig við að gera þennan draum að veruleika.

Frá því að ég man eftir mér hef ég elskað að segja, lesa og skrifa sögur. Sagan um karatekindina sló algjörlega í gegn hjá mörgum af mínum fyrri nemendum og í kjölfarið ákvað ég að gera meira úr henni, stækka sögusviðið og byggja meira í kringum þann karakter. Það var í því ferli sem önnur aðalpersóna bókanna varð til, flökkukindin Doppa. Þá var ekki annað eftir en að koma sögunum frá sér á blað og hefja svo þetta ferli sem nú tekur við, að koma þeim á prent.

Doppa er dreymið unglingslamb sem býr á sveitabæ í Miðfirði. Þó að lífið þar sé ljúft og fjölskylda hennar samheldin þráir hún fátt meira en að sjá hvað má finna hinu megin við fjöllin, og jafnvel hinu megin við hafið. Þegar hún verður sjálfráða leggur hún af stað í sína fyrstu ævintýraför, ómeðvituð um þær hindranir sem á vegi hennar munu verða.

Bækurnar tvær eru hugljúfar bækur með ævintýralegu ívafi og stikla þær á stóru varðandi ólík fjölskyldumynstur, mikilvægi hjálpsemi og góðvilja, vinskapar og jafnvel sjálfstæðis. Þeim er ætlað að skapa notalegar stundir meðal þeirra sem þær lesa, styðja við og auka ímyndunarafl og þó um leið velta upp pælingum um ýmis málefni lífsins.

Ana K Quintero myndskreytir bækurnar.

Áætluð tímalína

Júlí til nóvember 2023 : Myndskreyting bókanna og bókamerkis.
Nóvember 2023: Upptaka hljóðbóka.
Desember 2023: Umbrot og hönnun.
Desember 2023 til Janúar 2024: Prentun og dreifing.

Innblástur bókanna

Hugmyndin að bókunum kviknaði þegar ég var að segja fyrrum nemendum mínum frá kind sem varð á vegi okkar fjölskyldunnar á ferðalagi um Holland. Kindin, sem var laus og gat flakkað af vild um allt sumarbústaðahverfið, hélt sig alltaf á einum stað og virtist hvorki sækja í samskipti við önnur nálægð dýr eða menn. Varlega reyndum við að nálgast hana, full löngunar til að sýna þessari einmana kind vinsemd. Þegar við vorum komin nokkuð nálægt sagði hún okkur, án orða, kurteisilega að hypja okkur. Hún lyfti öðrum framfætinum upp og framkvæmdi eitthvað sem best mætti lýsa sem karatesparki.

Af og til kom þessi kind upp í huga minn, og seinna varð sú hugsun að söguefni fyrir bæði mín börn og þau börn sem ég hef unnið með. En þessi stutta saga var ekki nóg, börnin vildu vita meira um afdrif karatekindarinnar og var það til þess að sagan varð bæði viðameiri og lengri.

Höfundur

Höfundur bókanna er Eva Björg Sigurðardóttir, 37 ára, þriggja barna móðir. Hún hefur lokið BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræði, diplómu í stafrænni markaðsfræði og grunnnámi í jógakennarafræðum. Ásamt barnabókaskrifunum hefur hún starfað í grunn- og leikskólum um árabil, nú hjá leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti. Í frítíma sínum nýtur hún samvista með fjölskyldunni, les, ferðast, ástundar jóga eða sinnir skrifum á sinni fyrstu skáldsögu.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,579

raised of €5,500 goal

0

days to go

91

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464