Ósýnileg, ólaunuð yfirumsjón og endalaus tilfinningaleg ábyrgð á heimilis- og umönnunarstörfum er þriðja vaktin. Vakt sem konur standa oftast einar með áþreifanlegum og alvarlegum afleiðingum. Þessi bók er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€8,140

raised of €7,000 goal

0

days to go

164

Backers

116% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Þorsteinn V. Einarsson

Creator
kynjafræðingur - Instagram: @karlmennskan Umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan.

Hulda Jónsdóttir Tölgyes

Creator
Sálfræðingur - Instagram: @hulda.tolgyes

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Þriðja vaktin - Bók um hugræna byrði

100%
  • Hugmyndavinna
  • Söfnun frásagna
  • Bókarskrif
  • Umbrot og uppsetning
  • Prófarkalestur
  • Útgáfa!

Further Information

Bókin inniheldur einfaldar og aðgengilegar útskýringar á byrði þriðju vaktarinnar, afleiðingum hennar og leiðum til lausna. Í bókinni eru rannsóknir settar í samhengi við frásagnir fólks af reynslu sinni af þriðju vaktinni. Markmið bókarinnar er að veita fólki, einkum pörum sem vilja jafna verkaskiptingu, aðgengilegar og hagnýtar upplýsingar til að jafna byrði heimilis- og umönnunarstarfa. Tilgangur útgáfunnar er að stuðla að jafnrétti á íslenskum heimilum í þeirri von að einn daginn þyki körlum jafn sjálfsagt að tæma ruslatunnuna inni á baði og konum þykir að þrífa tannburstaglasið á meðan þær bursta sig.

Höfundar

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson eru höfundar bókarinnar. Hjónin hafa síðustu ár verið leiðandi í umræðu og vitundarvakningu um þriðju vaktina. Sáu þau meðal annars um texta- og heimildavinnu fyrir átak VR um þriðju vaktina, hafa gefið út nokkra hlaðvarpsþætti um efnið, skrifað pistla og fjallað um efnið á sínum samfélagsmiðlum: Karlmennskan og Hulda.Tolgyes á Instagram. Þá hafa þau haldið paranámskeið um þriðju vaktina og fjölda fyrirlestra á vinnustöðum um efnið.

Hulda Tölgyes starfar sem sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem starfar við fræðslu, ráðgjöf og fyrirlestra í jafnréttismálum.

Tímalína

Janúar 2021 til júní 2023: Hugmynda-, heimilda- og textavinna.
Júlí 2023: Fjármögnun útgáfu og söfnun frásagna.
Ágúst til september 2023: Ritstjórnarferli, grafík og teikningar.
Október 2023: Yfirlestur, umbrot og próförk.
Nóvember 2023: Prentun og dreifing.

Vertu með

Við erum að safna reynslusögum fólks af heimilis- og fjölskyldustörfum sem við viljum nota í bókinni. Þú getur komið þinni reynslu á framfæri með því að svara nafnlausri könnun hér eða á þessari slóð: https://forms.gle/L63BPKmoHLx1wew57

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€8,140

raised of €7,000 goal

0

days to go

164

Backers

116% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464