Stuttmynd eftir Natan Jónsson
English version on the bottom of the page.
Myndin fjallar um ungt par, þau Daníel og Árnýju sem eiga von á frumburði sínum. Hjá þeim ríkir mikil tilhlökkun fyrir því að fæða nýjan einstakling í heiminn. Hinsvegar koma þau heim án barnsins og eftir situr ekkert nema eftirsjá. Þau kljást við missinn á mismunandi vegu og tekur það á sambandið. Að lokum þurfa þau að ákveða hvort þau geti yfirstigið þessa sorg eða slíta samvistum.
Natan Jónsson útskrifaðist af leikstjórnar- og framleiðslubraut úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012. Síðan þá hefur hann skrifað og leikstýrt tveimur stuttmyndum auk þess að hafa unnið hin ýmsu störf í kvikmyndaiðnaðinum. Um þessar mundir er hann að klára eftirvinnsluna á stuttmyndunum tveimur ásamt því að skrifa leikrit sem verður sett á laggirnar á næsta ári.
Þau Aðalsteinn Oddsson og Þórunn Guðlaugsdóttir eru bæði útskrifuð af leiklistarbraut úr Kvikmyndaskóla Íslands. Þau eru búin að taka þátt í mörgum verkefnum síðan þau útskrifuðust, bæði fyrir framan og aftan myndavélina.
Nálgun þeirra í persónusköpun og vinnueðli lagði grunnin að því að sögupersónurnar stukku upp af blaðsíðum handritsins og öðluðust líf.
Um þessar mundir er Aðalsteinn að klára BA í mannfræði við Háskóla Íslands. Þórunn stofnaði leikfélag snemma á þessu ári og hefur birst í hinum ýmsum leikritum, kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum síðastliðin ár.
Björgvin Sigurðarson útskrifaðist af tæknibraut úr Kvikmyndaskóla Íslands og hefur síðan þá unnið sem tökumaður við tónlistarmyndbönd, stuttmyndir og heimildarmyndir. Hann hefur mikla ástríðu fyrir kvikmyndatökunni og næmt auga fyrir smáatriðum.
The movie is about a young couple who are expecting their first born. They are full off anticipation on bringing a new life into the world. However they return from the hospital without their infant. They deal with their loss in different ways and it takes its toll on the relationship. In the end they must decide wether to break up or save their relationship.
Natan Jónsson graduated from the Icelandic film school in 2012. He has since then written and directed two short films. He's currently in the process of finishing the post production on those films and also writing a play which is do to go on stage next year.
Aðalsteinn Oddson and Þórunn Guðlaugsdóttir both graduated from the acting department of the Icelandic film school.
Aðalsteinn is finishing his Bachelors in Anthropology next spring.
Þórunn started a theater company earlier this year. She has been in many productions since she graduated, in television, films and on stage.
Björgvin Sigurðarson studied cinematography in the Icelandic film school and has since graduation been filming music videos, short films and documentaries.
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464