TÍMASPRENGJA, 232 bls. (270 ljóð) er úrval ljóða eftir Bjarna Bernharð Bjarnason. Bókin er myndskreytt með 40 málverkum höfundar sem er kunnur myndlistarmaður. Vel er til vandað við val á ljóðum og myndverkum og er bókin því hin eigulegasta.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€1,210

raised of €1,200 goal

0

days to go

32

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Bjarni Bernharður

The Poet
Poet

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Undirbúningur útgáfunnar

100%
  • Fara yfir efnið - lagfæra sumt
  • Velja myndir í bókina
  • Bókin sett upp á umbrotsforriti

Útgáfan

100%
  • Prenta bókina
  • Koma bókinni í dreifingu
  • Standa að sölu á bókinni

Further Information

Góðir hálsar. Ég stend frammi fyrir því mikla verkefni að hleypa af stokkunum 232 blaðsíðna ljóðaúrvali, myndskreytt með málverkum mínum. Ég hef lagt mig í líma við standa vel að verkinu, velja ljóð og myndir af kostgæfni. Ljóðið er fagurt bókmenntaform og á erindi til allra. Það er löng hefð fyrir ljóðlistinni á Íslandi – allt frá söguöld. Í dag, sem fyrr, er mikil vakning meðal ungs fólks fyrir ljóðinu – og því ber að fagna. Víst hefur ljóðið tekið breytingum að forminu til í tímans rás, en uppsprettan er sú hin sama – hinn ljóðræni strengur í þjóðarsálinni. Skáldin sem auðga og efla menninguna með ljóðagerð eru sáðmenn morgundagsins. Lifið heil!




TÍMASPRENGJA – Ljóð og myndir

SÝNISHORN ÚR BÓKINNI

Ástin

Ástin
sem býr í helli sínum
æðrast ekki
þótt skammdegismyrkrið
hellist yfir

tendrar ljósastiku hjartans
og bíður vorsins.

Tónverk

Tónsvið draumaheimsins rífur hárfínt
sístreymi vitundar

tónverk næturinnar hefst á hægum kafla
samhljómurinn stigmagnast
á óttunni

uns verkið fjarar út í morgunsárið.

Úr ánauð

Hvort örlar á skímu
í dumbrauðu myrkrinu
hvort mun nýtt upphaf
brjóta hlekki

frelsa bræður vora og systur
undan oki
hvort mun sem forðum
opnast hinn mikli sjór

og hinir þjáðu
ganga yfir þurrum fótum?

Undir tjaldhimni veruleikans

Undir tjaldhimni veruleikans
er skjól fyrir hverskyns óværu
Þar þrífast mannkertin

njóta tilveru sinnar af andakt
safna í sarpinn
ýmist hismi eða kjarna
hnjóða í sinn skapara eða prísa.

þræðirnir
sem halda dúknum saman
eru úr himneskri spunavél
kærleiksgirni sem ekki trosnar

verkið svikalaust af hendi leyst
í upphafi vega
þegar almættið
af sinni alkunnu snilld
þræddi saman himinhvolfið

og tendraði síðan sólarljósið.

Augnablikin

Á spunahjóli tímans
birtast augnablikin
á vængjum ljóssins

augnablik
sem fletta blöðum
í bók veruleikans.

Korn

Við erum korn
í brauðdeigi auðvaldsins
sem hefast drýgindalega
fyrir baksturinn
í glóandi ofni frjálshyggjunnar

stökk skorpan
er vitundarbyltingin sem aldrei varð

í morgunsárið er brauðunum
raðað snyrtilega
í rekkana
og seld ýmist sneidd eða heil
á verði við hæfi.

Við erum kornin
í brauði auðvaldsins
sem hinir lystugu gæða sér á.

Svanasöngur

Á síðsumardegi í bernsku
ómaði svanasöngur í kyrrð
á heiðum uppi.

Aldrei, aldrei líður úr minni
þessi eilífa andrá
í skauti náttúrunnar

þegar svanirnir fögru
sungu sig inn í sálu mína.

Á snúningi

Í skauti sólar
er hringsnúningurinn
eilíft sjónarspil.

þegar svarblá nóttin
opnar faðminn
og mánaljósi flæðir
undir stjörnuskara
er slegið á rökkurstrengi.

þá leggur dægurglennan
sinn logabrand
yfir jarðarblómann

og guðir
sigla sólarknörrum.
sólfarsvindum þýðum.

Skákborð lífsins

Um dagana
hef ég setið
að lífsins tafli.

Á tjaldi hugans
bregður fyrir
myndum
af tapskákum
fortíðar
sem gleymast ei
og eru mér víl.

Í hugarfórum
finnast líka
sætir sigrar
mér til vegsauka.

Að stilla upp borði
og tefla til þrautar
er hinn rétti andi

– lífið er áskorun!

Mannlíf

Af grunni
reis helgur
dómur
og mannlíf
úr deiglu

fyrir dyrum
naglfastur
veruleiki

óskoruð
fríhyggja
tvíbent afl

meitlað
í stein
vegvísir
til lífsins:

hinn andlegi
seimur
er styrkur
hvers manns.

Vígdægur

Roðar fyrir sólu
eftir blóðregn

að baki vígdægur
í landi Abrahams

hin heilögu vígtól
breiða út boðskap
kúgunar og dauða.

PLAKÖTIN

PÓSTKORTIN

KÖLLUN MÍN

Köllun mín er sterk. Almættið hefur talað til mín og mér ber að hlýða — AÐ MÁLA . Ég hef ákveðið að láta af ljóðagerð og helga líf mitt alfarið málaralistinni. Þessi bók, Tímasprengja, er myndskreytt með 4o málverkum eftir mig og inniheldur 270 ljóð. Það eru þau ljóð sem ég er sáttur við — en talsvert af ljóðum hlaut ekki náð fyrir augum mínum — voru ónothæf sakir bjögunar eða ekki hægt að bjarga. Mér finnst að þrátt fyrir allt hafi ég skilað frá mér góðu æviverki ljóðskálds — og geng því sáttur frá borði. Að baki þessari ákvörðun er sú kalda staðreynd að mannsævin er stutt. Ég er hálfsjötugur að árum og það er að síga inn á síðasta korterið í lífi mínu. Á þessum tímamótum er mér ljóst að ég er aðeins skammt á veg kominn með ætlunarverk mitt í málverkinu en hef þó ákveðnar hugmyndir um umfang þess sem þarf að ljúka áður en minn hinsti dagur rennur upp — og má því engan tíma missa. Ljóðagerð hefur tekið ríflega helftina af tíma mínum við sköpun og þá segir það sig sjálft að málverkið hefur verið stórlega afrækt. Ég á mér þann draum að ljóðin mín verði fólki framtíðar gott veganesti á langri vegferð þess í leitinni að fegurðinni. List minni er ætlað styrkja málstað hins góða í báráttunni við hin myrku öfl. Ég tilheyri þeim hópi fólks sem berst fyrir „vonlausum málstað“ — að grimmdinni og græðginni verð úthýst úr heiminum og líf mannsins verði innblásið af kærleik og réttlæti. Ég er sannfærður um að í framtíðinni muni heimsbyggðin sameinast um þessi göfugu sjónarmið og hafa sigur í baráttunni um LÍFIÐ. Mitt hlutverk er að þjóna þessum málstað með sköpun minni. Ég trúi á manninn sem lífveru, trúi að þrátt fyrir ásýnd mannsins í dag sé göfgi og fegurð hans rétta birtingarmynd, trúi að sá dagur muni renna upp í fjarlægri framtíð að manninum muni auðnast að lægja öldurót sinna erfiðu tilfinninga — og ná sáttum við sitt innra sjálf. Það er göfgandi fyrir sálina að þjóna listagyðjunni af auðmýkt — að vera listamaður sem leggur verk sín á vogaskálar lífs og dauða.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€1,210

raised of €1,200 goal

0

days to go

32

Backers

101% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464