Fiskverkakonan Sigga Vigga getur með réttu talist fyrsta íslenska myndasöguhetjan. Í tilefni aldarafmælis höfundar hennar, Gísla J. Ástþórssonar, er stefnt að veglegri endurútgáfu á öllum fimm Siggu Viggu bókunum, með formála eftir Úlfhildi Dagsdóttur.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,678

raised of €4,000 goal

0

days to go

89

Backers

142% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Sigga Vigga og tilveran

42%
  • Textaskrif
  • Stafvæðing
  • Prófarkarlestur
  • Fjáröflun
  • Prentun
  • Útgáfa
  • Dreifing

Further Information

Með þínum stuðningi verða bækurnar um Siggu Viggu aftur fáanlegar

Myndasögurnar um Siggu Viggu, bestu vinkonu hennar Blíðu og forstjórann Gvend hafa verið ófánlegar um langt skeið. Sigga Vigga birtist fyrst árið 1959 á síðum Alþýðublaðsins og er af mörgum talin vera fyrsta íslenska myndasöguhetjan. Árið 1978 kom út fyrsta bókin um Siggu Viggu og félaga, en í tilefni af aldarafmæli Gísla hafa afkomendur nú tekið frumkvæði að endurútgáfu bókanna fimm.

Allar fimm bækurnar í öskju - Vegleg endurútgáfa

Útgáfan mun innihalda allar fimm bækurnar um Siggu Viggu saman í öskju, ásamt formála eftir Úlfhildi Dagsdóttur, bókmenntafræðing og sérfræðing í myndasögum. Útgáfan verður unnin af sömu alúð fyrir handverkinu og Gísli sýndi eigin verkum og verður gefin út í takmörkuðu upplagi. Ef allt gengur eftir er stefnt að útgáfu samhliða yfirlitssýningu á verkum hans sem opnar í Bókasafni Kópavogs 16. mars 2023.

„Sögurnar um Siggu Viggu eru magnaðar. Ekki bara vegna þess að þær tilheyra fyrstu kynslóð íslenskra myndasagna, heldur vegna yrkisefnisins.”
– Stefán Pálsson, sagnfræðingur. Úr: Siggu Viggu á hafnarbakkann.

Upphafið

Þann 9. maí árið 1959 birtist skopmynd í Alþýðublaðinu eftir Gísla J. Ástþórsson, blaðamann, rithöfund og teiknara. Myndin birtist í miðju þorskastríði og sýndi litla stelpuskjátu í stígvélum og með naglaspýtu; hún hafði grætt breskan flotaforingja með hrekkjum sínum. Myndin vakti mikla athygli og birtist á síðum erlendra stórblaða, meðal annars í London Times. Í kjölfarið óx orðstír og ásmegin stúlkunnar, og fiskverkakonan knáa Sigga Vigga varð til. Sigga Vigga og félagar hennar hjá Þorski h/f birtust landsmönnum fyrst reglulega á síðum Alþýðublaðsins, síðar í Morgunblaðinu og DV, og einnig í fimm myndasögubókum sem bókaútgáfan Bros gaf út á árunum 1978–1980. Ævintýri Siggu Viggu og félaga teljast til fyrstu kynslóðar íslenskra myndasagna og er fyrsta bók seríunnar jafnframt talin fyrsta útgefna íslenska myndasögusafnið.

Útgáfan

Í tilefni af aldarafmæli höfundarins Gísla J. Ástþórssonar verða allar fimm Siggu Viggu bækurnar endurútgefnar í sérstakri viðhafnarútgáfu. Með bókunum mun fylgja sérhefti með formála eftir Úlfhildi Dagsdóttur bókmenntafræðing og sérfræðing í teiknimyndasögum.

Áhersla er lögð á að ganga frá bókunum í anda Gísla. Gísli lék sér listilega með uppsetningu og samspil teikninganna, sá sjálfur um kápusmíð og var upptekinn af litbrigðum og prentgæðum. Í þessari viðhafnarútgáfu er öllum höfundareinkennum Gísla komið til skila, teikningar stafvæddar og vélritaður texti brotinn um að nýju, en annars haldið í upprunalegt útlit og snið, uppsetningu og pappír. Útgáfan er á vegum afkomenda Gísla og er hönnuð af PSSÁ Service (Petter Spilde), sem sérhæfir sig í vandaðri bókahönnun á sviði menningar- og listar. Litlaprent sér um prentun. Útgáfa bókanna helst í hendur við yfirlitssýningu á verkum Gísla sem opnuð verður í Bókasafni Kópavogs þann 16. mars 2023.

Sigga Vigga og tilveran – viðhafnarútgáfa með formála eftir Úlfhildi Dagsdóttur bókmenntafræðing ásamt bókamerki með teikningu af söguhetjunni. Bækurnar eru (útgáfuár upprunalegu útgáfunnar í sviga):

– Sigga Vigga og tilveran (1978)
– Fjörutíu og sjö snúðar (1979)
– Sigga Vigga og þingmaðurinn (1979)
– Sigga Vigga í steininum (1980)
– Stattu klár Sigga Vigga (1980)

Lífið er saltfiskur

Bókaflokkurinn Sigga Vigga og tilveran dregur upp mannlega, broslega og beitta mynd af íslenskum sjávarútvegi og fiskvinnslu. Sigga Vigga er titilpersóna sagnaheimsins. Hún hefur unnið í saltfiski hjá Þorski h/f síðan hún man eftir sér, er ósérhlífin, skapgóð og dugleg – og lendir þar af leiðandi oftast í verstu verkunum. Siggu Viggu verður aldrei misdægurt, en þarf grunsamlega oft að vera við jarðarför ömmu sinnar þegar landsleik ber upp á vinnudag. Blíða er besta vinkona Siggu Viggu og er haldin ódrepandi bjartsýni. Hún er sífellt á höttunum eftir kærasta (sem þarf helst að eiga trillu og forskalað hús) og hefur gríðarlegt dálæti á snúðum. Gvendur er eigandi Þorsks h/f og þar af leiðandi (eins og gefur að skilja) í sífelldum kröggum. Hann rembist við að vera harður húsbóndi og grætur á útborgunardögum.

Gísli J. Ástþórsson

Höfundur Siggu Viggu, Gísli J. Ástþórsson, var framsækinn blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur og teiknari. Hann fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923 og lauk BA prófi í blaðamennsku frá University of North Carolina árið 1945. Þar með var hann fyrsti Íslendingurinn með háskólamenntun í því fagi. Blaðamennskuferill Gísla spannaði nær hálfa öld, en hann sló nýjan tón í íslenskri blaðamennsku og lagði alla tíð áherslu á óháða blaðamennsku. Fyrstu árin að loknu námi starfaði Gísli á Morgunblaðinu. Þaðan lágu leiðir Gísla víða, til sjós og lands. Hann stofnaði meðal annars og ritstýrði blaðinu Reykvíkingi, var ritstjóri Vikunnar og síðar Alþýðublaðsins sem undir stjórn Gísla efldist mjög undir formerkjum harðrar og óháðrar blaðamennsku sem og vandaðs umbrots. Á Alþýðublaðsárunum birtust einnig fyrstu ádeiluteikningar Gísla, til að mynda ævintýri Siggu Viggu. Gísli sneri aftur til Morgunblaðsins árið 1973, stýrði meðal annars Sunnudagsblaðinu og hélt áfram að birta ádeilumyndir. Ber þar kannski hæst skopmyndaserían Þankastrik. Gísli var einkar fjölhæfur og eftir hann liggja átta bækur, skáldsögur og smásagnasöfn, fjögur leikrit, þar af þrjú sjónvarpsleikrit, pistlar, teikningar, bækurnar fimm um Siggu Viggu auk teiknimyndasafnsins Plokkfiskur.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€5,678

raised of €4,000 goal

0

days to go

89

Backers

142% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464