Barnabækur og vefsíða sem virkja sköpunarkraftinn
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Krakkar eru hugmyndasmiðir!
Verkefnið HUGMYNDASMIÐIR fræðir krakka um nýsköpun og dregur fram fyrirmyndir frumkvöðla af öllum kynjum, aldri, sviðum og landshlutum Íslands. Markmið verkefnisins er að efla frumkvöðlafærni krakka og hvetja þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.
Verkefnið Hugmyndasmiðir er:
- Bókin Hugmyndasmiðir Bók fyrir krakka sem fjallar um hvernig þau geta orðið hugmyndasmiðir. Bókin fræðir krakka um nýsköpun, frumkvöðlafærni og hvernig maður eflir skapandi hugsun. Auk þess segir bókin frá íslenskum frumkvöðlum sem hafa látið drauma sína verða að veruleika. Bókaútgáfan Bókabeitan gefur bókina út í byrjun árs 2023.
- Sjónvarpsþættirnir Hugmyndasmiðir Sjónvarpsþáttasería sem fræðir krakka um hvað það er að vera frumkvöðull. Fjallað er um skapandi hugsun, talað við íslenska frumkvöðla og hvernig maður skapar stórar lausnir fyrir allan heiminn.
- Vefsíðan hugmyndasmidir.is Vefsíða með fræðsluefni um nýsköpun og myndböndum með viðtölum við íslenska frumkvöðla.
- Smiðjur fyrir 1.-4. bekk Skapandi smiðjur fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ára. Smiðjurnar verða kenndar inni í skólum landsins og kenna krökkum að efla skapandi hugsun og frumkvöðlafærni.
- Meistarbúðir fyrir 1.-4. bekk. Efnilegir hugmyndasmiðir sækja um þátttöku í meistarabúðum í nýsköpun og skapandi hugsun. Hópur af færustu og framsæknustu frumkvöðlum landsins leiða skapandi ferli í þessum meistarbúðunum þar sem krakkarnir fá að spreyta sig á að finna lausnir á aðkallandi vandamálum nútímans og framtíðarinnar.
Tímalína verkefnisins spannar frá upphafi árs 2022 og áætlað er að gefa bókina út og opna vefsíðuna í byrjun árs 2023.
Við leitum eftir stuðningi til að láta verkefnið verða að veruleika. Fjármagnið sem safnast mun fara í eftirtalda kostnaðarliði:
- Tökur á átta myndböndum
- Ferðakostnaður fyrir tökumann
- Hönnun á grafísku efni fyrir myndbönd og vefsíðu
- Gerð vefsíðu
- Hluti fjármagnsins rennur í Hugmyndasjóðinn
Teymið sem stendur á bakvið verkefnið er Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun, Ninna Margrét Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður og Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur.
Heimir Hlöðversson mun taka upp og vinna myndböndin og Bókabeitan sér um útgáfu bókarinnar.
Krakkar eru hugmyndasmiðir og framtíðin er þeirra. Heimurinn breytist á ógnarhraða og áskoranirnar sem mannkynið stendur frammi fyrir virðast stærri með hverju árinu. Við verðum að skapa umhverfi þar sem krakkar vaxa úr grasi sem öflugir frumkvöðlar sem skapa lausnir við áskorunum framtíðar. Vertu með okkur í að skapa spennandi vettvang fyrir unga hugmyndasmiðir.
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum - @hugmyndasmidir
Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun Svava Björk hefur margra ára reynslu úr vistkerfi nýsköpunar. Hún er stofnandi RATA og vinnur með aðilum um allt land við að móta og þróa öflug samfélög frumkvöðla og stuðningsaðila, meðal annars í gegnum Norðanátt á Norðurlandi. Svava kennir stærsta nýsköpunarnámskeið landsins í Háskólanum í Reykjavík, var tilnefnd sem Ecosystem hero of the year árið 2022 í Nordic Startup Awards og er Angel Ambassador í Nordic Ignite.
Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og verkefnastjóri Eva Rún hefur síðustu árin skrifað fjölmargar bækur fyrir börn. Hún starfaði áður sem framleiðandi á KrakkaRúv og hefur skrifað handrit að sjónvarpsþáttum fyrir börn um allt milli himins og jarðar, þar á meðal þáttaseríu um umhverfismál. Auk þess hefur hún kennt krökkum skapandi skrif í mörg ár. Eva Rún útskrifaðist úr námi í skapandi leiðtogafræðum í skólanum Kaospilot í Danmörku árið 2006 og hefur fjölbreytta reynslu af því að stýra menningarviðburðum. Eva Rún fékk Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 fyrir barnabókina Sögur fyrir svefninn og hlaut Edduna 2021 fyrir Stundina okkar.
Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður Ninna Þórarinsdóttir er teiknari og hönnuður sem sérhæfir sig í myndskreytingum og ýmis konar hönnun fyrir umhverfi barna. Ninna er líka partur af hönnunarteyminu Þykjó. Hún útskrifaðist með BA Honors í hönnun frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2006 og svo árið 2015 með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg, Svíþjóð. Hér má sjá verk hennar: https://www.ninna.is/
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland