Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin í 19. skipti dagana 21. - 25. júlí. Undirbúningsnefndin leitar nú til þín til að styrkja þessa flottu hátíð.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,388

raised of €1,500 goal

0

days to go

36

Backers

159% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Eldur í Húnaþingi 2021

16%
  • Undirbúningsnefnd sett saman
  • Dagskrá
  • Bóka atriði
  • Undirbúa hátíð
  • Framkvæmd á hátíðinni vikuna 19. - 25. júlí
  • Frágangur og uppgjör

Further Information

Eldur í Húnaþingi er hátíð á Hvammstanga sem hóf göngu sína árið 2003. Nú verður eldurinn tendraður í 19. sinn og hefur hátíðin tekið mörgum breytingum frá því hún var fyrst haldin. Fyrst um sinn var hátíðin haldin sem unglistahátíð. Þá var hún bæði skipulögð og framkvæmd af ungu fólki í Húnaþingi vestra. Með tímanum fékk hátíðin á sig fjölskyldu- og bæjarhátíðarblæ og hefur dagskráin verið breytileg með ári hverju en hún ræðst oftar en ekki af áhugasviði stjórnenda. Hátíðin hefur vissa fasta viðburði sem hafa einkennt hátíðina frá upphafi en auk þess er bryddað upp á ýmsum nýjungum eða rykið dustað af gömlum!

Eldur í Húnaþingi hefur mikið gildi fyrir íbúa Húnaþings vestra, sem og brottflutta og aðra fastagesti, en hátíðin einkennist af mikilli samheldni meðal íbúanna þar sem þátttaka er lykilatriði. Að baki hverrar hátíðar er gríðarlegur fjöldi af vinnustundum sjálfboðaliða á öllum aldri.

Undanfarin ár hefur hluti af fjármögnuninni verið í formi sölu á auglýsingum í bækling hátíðarinnar. Kostnaður við að gefa bæklinginn út hefur hins vegar verið hátt í helmingur af tekjunum sem hátíðinhefur fengið fyrir sölu á auglýsingum. Í ár ætlum við að prófa nýjar leiðir, bæði til að minnka útgjöld og um leið vera umhverfisvænni. Í ár ætlum við ekki að gefa út bækling sem endar í ruslinu að hátíð lokinni. Við komum hins vegar til með að prenta dagskrána út og dreifa henni. Nánari upplýsingar um viðburðina verður að finna á heimasíðu hátíðarinnar. En þar sem við ætlum ekki að leita beint til fyrirtækja með sölu á auglýsingum, þá leitum við til ykkar allra eftir fjárstuðningi. Fyrirtækjum, íbúum Húnaþings vestra, brottfluttum, gestum, vinum og velunnurum.

Við erum ekki að sækjast eftir fjármagni fyrir okkur, við erum að óska eftir fjármagni til að geta haldið hátíðina fyrir ykkur öll. Við þurfum fjármagn til að geta greitt fyrir t.d. leigu á félagsheimilinu, leigu á posa, tónlistaratriði ýmis konar, hljóðkerfi og hljóðblöndun svo fátt eitt sé nefnt. Margt smátt gerir eitt risastórt. Við hlökkum til að halda þessa hátíð með ykkur.

Takk fyrir stuðninginn!

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€2,388

raised of €1,500 goal

0

days to go

36

Backers

159% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464