Ljóðabók til styrktar Ölmu Geirdal.
Áætlað er að gefa út 250 eintök af ljóðabókinni "Á dauða mínum átti ég von". Verkefnið gengur út á að safna 250.000 krónum ISK eða 1800 Eur en það er sú upphæð sem þarf til að láta prenta út bókina.
Öll eintökin fara í sölu, bæði í bókabúðum og hjá mér sjálfri. ALLUR ágóði af sölu bókarinnar rennur til Ölmu og fjölskyldu.
Alma glímir við krabbamein á fjórða stigi og skrifar hún um það ferli. Hún er einlæg, falleg og ótrúlega heiðarleg í skrifum sínum sem fær mörg þúsund manns daglega, til að hugsa á annan hátt,
Mig langaði til að hjálpa henni fjárhagslega en fann ekki aðra leið en að gefa út ljóðabókina til styrktar henni.
Ég hvet frá mínum innstu hjartarótum, alla sem mögulega geta hjálpað, að gefa Ölmu það sem hún á skilið! Munum að það er sælla að gefa en þiggja!
Þið getið fylgst með skrifum Ölmu undir Alman vs cancer á facebook.
Kærleiksþakkir til ykkar!
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464