Fyrsta breiðskífa Flammeusar
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Þegar ég var 14 ára byrjaði ég að semja tónlist. Þegar ég var orðinn 19 ára ákvað ég að nú væri kominn tími á að gera tónlistina að meira en bara áhugamáli.
Tumi Hrannar-Pálmason (ég), frumkvöðull verkefnisins, á ferðalagi í Víetnam sumarið 2018.
Ég lét því til skarar skríða og fékk til liðs við mig þrjá hljóðfæraleikara til að vera með í að útsetja, taka upp og gefa út tónlistina mína. Strákarnir sem urðu fyrir valinu voru kunningjar mínir úr tónlistarskóla Akureyrar;
Hafsteinn Davíðsson (trommur)
Jóhannes Stefánsson (rafgítar)
Guðjón Jónsson (hljómborð)
Hér gefur að líta okkur kumpánana pósa eftir skemmtilegt gigg á R5 bar í apríl 2018. Frá vinstri: Jóhannes Stefánsson, Guðjón Jónsson, Hafsteinn Davíðsson og Tumi Hrannar-Pálmason.
Strax á fyrstu æfingu varð ljóst að þetta samstarf myndi gefa mikið af sér, enda strákarnir ánægðir með tónlistina og bandið þétt. Eitt leiddi af öðru og í apríl 2019 tókum við þátt í Músíktilraunum þar sem við fórum í úrslit og unnum til tveggja einstaklingsverðlauna, ég fyrir bassaleik og Guðjón (Gaui) fyrir hljómborðsleik.
Flutningur hljómsveitarinnar í úrslitum Músíktilrauna 2019.
Við Jói leikum listir okkar á Músíktilraunum.
Upptökur plötunnar "The Yellow" hófust haustið 2018 og afrakstur þeirra er nú þegar kominn að einhverju leyti á streymisveitur í formi smáskífa.
Spotify síðu Flammeusar má skoða hér:
https://open.spotify.com/artist/7erGGk1kS98mhaZybtASzR?si=yq9Q3uJ9T_afqzIU13kxRA
Upptökur á laginu "Jenny" sem gefið var út 3. nóvember 2018.
Við ætlum að fagna útgáfu plötunnar með útgáfutónleikum á Græna Hattinum 4. júlí næstkomandi, og fjármagn af Karolinafund myndi gera okkur kleift að framleiða geisladiska og boli til þess að selja þar. Endilega skoðið tónlistina á Spotify og ákveðið hvort þetta er ekki eitthvað sem væri þess virði að styrkja, og við vonumst til að sjá ykkur á Græna :)
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland