Kvikmynd / blanda af Með allt á Hreinu og Children of the Corn 4
Hjörtur og leikhópurinn X hafa leikið í tugi íslenskra kvikmynda án þess að fá að segja svo mikið sem eina setningu.
Við ætlum að búa til trúarlega gay vampíru sprautusplatter mynd sem verður stranglega bönnuð innan 16 ára, eða jafnvel 36 ára. Í alvöru, ekki kaupa miða fyrir hjartveika eða börn.
Við sem þjóð skuldum Hirti og leikhópnum hans þessa bíómynd þar sem framlag þeirra hefur verið ómetanlegt. Hvar væri íslensk kvikmyndagerð án aukaleikara?
Ímyndið ykkur hversu tómlegar myndirnar yrðu!
Helgi Skúlason einn á hestbaki í Hrafninn flýgur?
Engir áhorfendur að horfa á litlu krakkana í fótbolta í Víti í Vestmanneyjum?
Einnig ætlar Steindi að hringja í alla frægu vinu sína í símaskránni til þess að fá þau til að birtast í myndinni.
Kvikmyndin Þorsti gerist í litlum bæ, ekki ólíkum Reykjavík þar sem óöld liggur í loftinu og undarlegir glæpir og hrottaskapur virðast vera daglegt brauð. Myndin Fjallar um Huldu sem er grunuð um að hafa orðið valdur að andláti bróður síns og er því til rannsóknar hjá Jens rannsóknarlögreglu.
Móðir Huldu, sem skolar niður pillum með bláum Smirnoff á morgnana trúir því einnig að hún hafi orðið bróður sínum að bana.
Eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi vegna ónógra sannana hefur hún í engin hús að venda og þvælist um þar til hún rekst á Hjört, mörg þúsund ára gamla, einmanna og samkynhneigða vampíru sem hjálpar henni að vekja Steinda bróður hennar til lífs aftur með hræðilegum afleiðingum á sama tíma og þau þurfa að verjast ágangi Esterar og Birgittu og sértrúarsöfnuði þeirra, sem virðist elta þau á röndum.
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464