Flekaskil er ljóðabók og stefnt er að útgáfu upp úr miðjum nóvember. Markmiðið er safna því sem upp á vantar til að ljúka umbroti og prentun. Þeir sem styrkja útgáfuna fá bókina á niðursettu verði, 21 evru (2.890 ISK) í stað 26 evra (3.690 ISK). Vsk og póstsending heim að dyrum er innifalin.
... read more

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,547

raised of €1,500 goal

0

days to go

26

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Lárus Jón Guðmundsson

Creator
  • Ljóðskáld og rithöfundur

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Flekaskil

50%
  • Handrit
  • Hönnun og umbrot
  • Prentun
  • Útgáfa!

Further Information

FLEKASKIL
eða
nokkrar hugleiðingar út frá jarðfræði og kenningum
Alfreds Wegeners sem hvílir frosinn á miðjum aldri
djúpt í Grænlandsjökli

Hvítir miðaldra karlmenn eru mikið í fréttum þessa dagana og ekki alltaf af góðu tilefni. Skemmdu eplin fá verðskuldaða athygli og viðeigandi fordæmingu en fáir velta fyrir sér líðan og ástandi hinna eplanna í tunnunni.
Í Flekaskilum er reynt að gægjast undir yfirborðið, skynja líðan ljóðmælanda og velta upp svörum við áleitnum spurningum.

Hver er sprettan á andlegum akri miðaldra karlmanns sem skynjar eigin dauðleika handan við hornið? Á hvaða vegferð er hann? Hvernig líður honum? Verður jarðarförin fjölmenn?

Alfred Wegener og örlög hans urðu höfundi innblástur og hugtök jarðsögunnar slá tóninn á vegferð hans frá vonleysi til vonar.

Handritið var þriðjungshluti af meistararitgerð í ritlist við Háskóla Íslands haustið 2018, undir leiðsögn og ritstjórn Sigþrúðar Gunnarsdóttur, þaulreynds ritstjóra hjá Forlaginu.

Ljóðabókin Flekaskil inniheldur 27 ljóð í þremur köflum. Bókin verður fallega innbundin í smáu broti (18x11 cm).

Ljóðabókin er niðursettu fyrir ykkur sem styrkið útgáfuna, á krónur 2.890 m. vsk og heimsendingargjaldi (bókin mun kosta 3.690 í almennri sölu á www.hugall.is í nóvember).

Hér að neðan eru tvö sýnishorn:

ELDFJALL

Wegener sagði aldrei
að karlar væru eldfjöll
og konur höf

en þegar glóandi tungan
sígur
í vott djúpið

bullsýður
uns hraunið storknar
í steindri grettu

Sum eldfjöll
eru kulnuð

------------------------------

LAUSN

Dropinn þekkir steininn

Annar stíflar
og hinn holar

uns flæðir
um ódáinsakur

Ég stend
með lífið
í lúkunni

og treysti
á tárið

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

In Progress

This project has been successfully funded and is now executing.

€1,547

raised of €1,500 goal

0

days to go

26

Backers

103% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464