Ertu algjör snyrtipinni eða líturðu bara út fyrir að vera það? Ertu jafn mikill töffari og þú heldur? Ertu alveg viss um að aðrir sjái þig á sama hátt og þú? Sjónarspil er hugarfóstur hjónanna Bergs og Tinnu og hentar frábærlega í fjölskylduboðin eða vinahópinn.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€7,002

raised of €5,000 goal

0

days to go

107

Backers

140% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Team

Bergur Hallgrímsson

Creator
Fyrrverandi frjálsíþróttakappi sem forritar á daginn og hjálpar unglingum með stærðfræði á kvöldin. Hef óbilandi trú á að ég geti allt, en mistekst samt oftast. Fæ útrás í ræktinni og hreinsa hugann í heitu pottunum og gufunni.

Tinna Finnbogadóttir

Creator
Nörd með óþrjótandi þörf til að besta allt sem á vegi hennar verður. Finnst gaman að grúska í tölum og orðum. Ástríðufull um uppeldismál og hljóða byltingu með bættum samböndum okkar við börn. Nautnaseggur og súkkulaðifíkill sem verður að fá einn kaffibolla á dag.

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Sjónarspil

100%
  • Hugmyndavinna
  • Hönnun spils
  • Búa til orðalista
  • Skrifa upp leikreglur
  • Útlit og umbrot
  • Prentun fumgerðar
  • Halda prófanir
  • Halda spilakvöld
  • Fá tilboð í prentun
  • Framleiðsla & Prentun
  • Afhending

Further Information

Sjónarspil er skemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi. Leikmenn fá spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspilurunum best. Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni. Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur? Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og valið orð sem þér finnst lýsa meðspilurunum best eða sýnt kænsku og valið orð sem þú telur að flestir muni velja.

Sjónarspil hentar frábærlega í vinahópinn því reglurnar eru einfaldar, spilatíminn er stuttur og allir gera á sama tíma - engin bið eftir öðrum.

Sjónarspil inniheldur:
- 8x50 spil (100 orð)
- 8 peð
- Spilaborð
Spilið er fyrir 14 ára og eldri og leikmenn geta verið 4-8.

18+ viðbótin inniheldur
- 8x10 spil (20 ný orð)

Spilatími er 15 mínútur (en okkar reynsla sýnir að flestir taka 2-3 umferðir)

Sagan bakvið spilið

Við höfum alltaf haft gaman af borðspilum - að sitja í góðra vina hópi spila, spjalla og hlæja.

Líkt og flestir þekkja er mjög mismunandi hvað fólki finnst skemmtilegt að spila. Í sumum vinahópum okkar er mikil stemming fyrir að kafa ofan í flóknari og stærri spil en stundum hentar það bara alls ekki. Við höfum líka rekið okkur á að eftir því sem hópurinn stækkar þá minnkar úrvalið af spennandi spilum eða þá að spilatíminn lengist mikið.

Við hugsuðum oft um þetta á spilakvöldum enda er það okkur hjónunum eðlislægt að skoða hvernig hægt sé að bæta það sem við rekumst á í daglegu lífi. Okkur langaði að búa til spil sem væri auðvelt að læra, fljótlegt að spila og margir gætu spilað saman. Okkur langaði í spil sem hægt væri að grípa hvenær sem er, jafnvel með fólki sem hefði ekkert sérstaklega gaman af borðspilum. Við vildum reyna búa til spil sem fengi fólk til að tala og hlæja saman.

Hugmyndin að Sjónarspilinu fæddist sumarið 2014 þegar við fórum hringferð um landið. Við vorum bara aftengd frá öllu og það gafst nægur tími til að spjalla saman og hugsa. Landslagið og útiveran hjálpuðu líka til við að hreinsa hugann.

Eins og oft vill verða fær maður hugmyndir en gerir síðan lítið í þeim. Okkur fannst við vera með góða hugmynd en við vorum líka að spá í giftingu, barnseignum og íbúðarkaupum. Það má segja að vísitölu-lífið hafið tekið við.

Sem betur fer skrifaði Bergur niður grófa lýsingu á spilinu og geymdi á góðum stað. Hann ákvað svo þremur árum seinna, eitt kvöld fyrir reglulegan spilahitting með vinunum að setja upp mjög einfalda útgáfu spilsins. Hann vakti alla nóttina og hannaði 14 spil með skemmtilegum orðum og fann prentþjónustu sem gat prentað fyrir lítinn pening með litlum fyrirvara (hæ Örn!).

Spilið var spilað í fyrsta sinn kvöldið eftir og það gekk vonum framar. Vinahópurinn lá í hláturskrampa og í eitt skipti þurfti að gera hlé á spilinu. Allir höfðu spilað út orðinu snyrtipinni fyrir einn í vinahópnum en eiginkonunni blöskraði það svo mikið að hún dró allan hópinn inn í vinnuherbergi eiginmannsins til að sýna okkur að hann væri alls enginn snyrtipinni - þó hann hefði fengið okkur öll til að halda það.

Við erum búin að vera að þróa spilið síðan um haustið 2017, finna góð orð, fínpússa stigagjöfina, skrifa almennilegar leikreglur, fara í gegnum óteljandi margar hannanir og útfærslur, prenta út prótótýpur og halda prufukvöld bæði fyrir vini, ættingja og ókunnuga. Móttökurnar hafa alltaf verið ótrúlega jákvæðar. Það er alveg sama hvar við prófum spilið alltaf myndast umræður og grín útfrá hvaða spil var sett út.

Nú leitum við til þín

Við erum komin með allt sem þarf og teljum okkur vera með ótrúlega skemmtilegt spil í höndunum.

Það eina sem vantar er fjármagnið til að prenta spilið og senda heim. Við erum þess fullviss að þú eigir ekki eftir að sjá eftir þessum kaupum og ef allt gengur eftir verður spilið komið í þínar hendur um miðjan ágúst.

Frumgerðir

Spilið hefur farið í gegnum talsvert margar ítranir og hér má sjá nokkrar útfærslur sem við ákváðum að prenta út og prófa nota þegar við vorum að þróa spilið.

Spurningar og svör

Hafir þú einhverjar spurningar þá hvetjum við þig til að hafa samband:

bergurhallgrims@gmail.com | s: 690-8848
tinnafinnboga@gmail.com | s: 694-4932

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€7,002

raised of €5,000 goal

0

days to go

107

Backers

140% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464