Heimildaþættir um bjór og brugghús á Íslandi
Fjallað verður um sögu bjórs á Íslandi og öll brugghús landsins heimsótt. Mikil gróska hefur orðið í bruggheiminum á Íslandi síðustu ár, en yfir 25 brugghús eru nú starfrækt hér á landi en voru aðeins 2 fyrir rétt rúmum áratug síðan.
Hjörvar Óli bjórnörd mun leiða þættina, og heimsækja öll brugghús landsins og svipta hulunni af bjórnum sem við sjáum í hillum vínbúða og á krönum ölhúsa. Með smitandi áhuga fjallar hann um hvað einkennir mismunandi tegundir bjórs , og hvaðan bruggmeistarar landsins sækja innblástur sinn.
Öl-æði! fjallar um bjór á aðgengilegan og skemmtilegan hátt sem svalar fróðleiksþorsta allra, nörda jafnt sem nýgræðinga.
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464