Lag: Rósa Ásgeirsdóttir, texti: Katrín Ösp Jónsdóttir
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Jenný Lilja fæddist þann 25.júlí 2012. Hún er eineggja tvíburi og heitir tvíburasystir hennar Dagmar Lilja. Jenný á tvö önnur systkini, Júlíu Klöru (2008) og Mikael Inga (2016). Foreldrar þeirra eru Rebekka og Gunnar.
Þann 24.október árið 2015 hringdi Hrabba systir í mig og sagði mér þær fréttir að Rebekka vinkona hennar hefði misst Jennýju Lilju þá þriggja ára af slysförum. Þann dag fannst mér sorgin áþreifanleg og ég gat ekki hætt að hugsa til Rebekku og fjölskyldunnar allar. Ég settist niður og skrifaði ljóðið Sorg.
Ljóðið sat lengi í mér og ég gat ekki hætt að hugsa um það svo ég ákvað að senda gömlum skólabróður ljóðið og spurði hvort hann sæi fyrir sér að hægt væri að semja lag við það. Þessi skólabróðir minn, Stefán Jakobsson, var fljótur að svara, það yrði að setja vængi á þetta ljóð.
Gömul og góð vinkona mín, Rósa Ásgeirsdóttir, kom síðar til mín í kaffi þar sem ljóðið barst í tal. Meðan hún sat hjá mér kom lag upp í huga hennar, hún tók upp símann sinn og raulaði það inn. Nokkrum dögum síðar var komið uppkast af laginu okkar. Fúsi Óttarsson (frændi minn) trommari lagsins bauðst til þess að hafa samband við Kristján Edelstein (skáfrænda minn) og fá hann til að útsetja lagið fyrir okkur. Kristján tók lagið ljúfum höndum, spilaði á og bætti inn hinum ýmsu hljóðfærum og breytti laginu í drauma rokk- ballöðuna mína. Eftir að hafa klárað að útsetja hljóðfæraleikinn kom Stebbi Jak og söng með sinni kröftugu rödd af mikilli innlifun.
Foreldrar Jennýjar Lilju, þau Rebekka og Gunni, hafa valið nafn á lagið en það heitir Einn dag í senn.
Þetta er einstaklega falleg 80´s rokk ballaða sem hjálpar okkur öllum að halda minningu ástvina okkar á lofti.
Þú getur keypt lagið hér fyrir mismunandi upphæðir.
Öllum kostnaði við framleiðslu lagsins var haldið í lágmarki og mun hluti af því sem safnast hér fara í framleiðslukostnað lagsins. Allt sem safnast umfram framleiðslukostnað rennur í Minningarsjóð Jennýjar Lilju
Hægt er að lesa sér til um sjóðinn á www.minningjennyarlilju.is
Með kærum þökkum fyrir stuðninginn.
Katrín Ösp Jónsdóttir
www.katrinjons.weebly.com (ljóðabókin mín)
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464