Heimildarmynd um Alþýðuskólann á Eiðum. Farið er yfir rúmlega 100 ára sögu skólahalds á staðnum fram til þess dags er kennslu var hætt árið 1998. Eiðaskóli var fyrsti héraðsskólinn á landinu sem rekinn var með því formi. Í gegnum tíðina hafa þúsundir manna dvalið á Eiðum og numið við skólann.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€19,395

raised of €17,000 goal

0

days to go

222

Backers

114% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Saga Eiðaskóla

100%
  • Heimildarvinna
  • Gagnaöflun
  • Handrit
  • Tökur
  • Viðtöl
  • Klipping og eftirvinnsla
  • Frumsýning verður í október 2019 á afmælishátíð skólans!

Further Information

Saga Eiðaskóla

Eiðar eru fornt höfðingjasetur allt frá söguöld. Bændaskóli var stofnaður þar 1883 en frá 1918 hóf Alþýðuskólinn á Eiðum starfsemi sína og starfaði þar sleitulaust til ársins 1995 er Menntaskólinn á Egilstöðum tók yfir starfsemi hans til þriggja ára en þá var skólahald lagt niður á Eiðum.

Eiðaskóli var talinn kjarni menntunar og menningar á Austurlandi. Lengi vel var vart til það heimili á Austurlandi þar sem einhver fjölskyldumeðlimur tengdist ekki Eiðum en auk þess eiga mörg hjónabönd rætur sínar að rekja til Eiðastaðar.
Á fimmta þúsund nemendur sóttu skólann á starfsárum hans en auk þess störfuðu þar í gegnum tíðina nokkur hundruð kennarar og annað starfsfólk.

Eiðar voru lengi vel eins og lítið þorp sem iðaði af lífi þar sem flestir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttu félagslífi og íþróttum. Á Eiðum voru m.a. leikfélag, vídeóklúbbur, ljósmyndaklúbbur, skákfélag, bindindisfélag og málfundafélag auk allskonar nefnda í tengslum við áhugamál, hátíðir og viðburði. Þar voru líka bíósýningar, tónleikar, dansleikir, bekkjarkvöld og árshátíðir eins og t.d. Marsinn. Þá var þar einnig líkamsræktarsalur, hljómsveitastúdíó og margt fleira.

Íþróttalíf var gríðarmikill þáttur í skólahaldinu öll þau ár sem skólinn starfaði. Lið frá Ungmennafélagi Eiðaskóla kepptu á mótum um Austurland og við aðra héraðsskóla eins og Laugaskóla í Reykjadal, en vinasamband var milli skólanna áratugum saman.
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands UÍA er m.a. sprottið af Eiðasambandinu sem var félag fyrrum nemenda og kennara skólans stofnað 1921 og var nokkuð vel virkt í um 20 ár.

Mjög öflugt tónlistarlíf var á Eiðum í áratugi og var mjög stór þáttur í félagslífinu. Fjöldi hljómsveita var starfandi í skólanum síðustu fjóra áratugina sem skólinn starfaði. Ágætis æfingaaðstaða var við skólann, einskonar stúdíó þar sem hljómsveitirnar æfðu af miklu kappi. Þá voru oft haldnir tónleikar í hátíðasalnum og stundum voru þeir jafnvel haldnir utandyra. Söngkeppni sem kallaðist Eiðabarkinn var haldin um margra ára skeið og var mjög vinsæl.

Heimildarmyndin

Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem ber að varðveita. Í heimildarmyndinni verður farið yfir sögu staðarins og rúmlega 100 ára sögu skólahalds á Eiðum allt fram til þess dags þegar skólahaldi lauk þar endanlega árið 1998. Í myndinni verða m.a. tekin viðtöl við fyrrum nemendur og starfsfólk skólans í mörgum þorpum og bæjum austanlands og víðar.
Við heyrum alls konar sögur úr lífinu og starfinu við skólann, s.s. nám og kennslu, skólastefnu, samgöngur til og frá skóla, aðbúnað, húsnæði, samskipti, vináttu og ástir, félagslíf, matarfélagið, tækniframfarir, draugagang og prakkarastrik.
Mikil áhersla verður lögð á að fanga þann einstaka "anda" sem ríkti á Eiðum og skyggnst verður inn í lífið með bæði gömlum myndbrotum og ljósmyndum, sumum sem aldrei áður hafa birst opinberlega.

Áætlað er að heimildamyndin verði frumsýnd á aldarafmæli Alþýðuskólans á Eiðum í október 2019.

Eiðavinir

Fyrrum nemendur báru frá fyrstu tíð hag skólans mjög fyrir brjósti og var stofnað félag nemenda strax árið 1921 sem kallaðist Eiðasambandið. Það starfaði nokkra áratugi, stóð fyrir samkomum og færði skólanum gjafir.
Segja má að Eiðasambandið hafi verið endurvakið með stofnun félagsins Eiðavinir árið 1998 er skólahald leið undir lok. Félagið hefur það m.a. að markmiði að hefja til vegs og virðingar sögu staðarins sem menntaseturs á Austurlandi og mun því styðja dyggilega við gerð þessarar heimildamyndar.

Næstu skref

Heimildavinna og gagnaöflun eru þegar hafin og handritsskrif eru einnig komin af stað. Tökur á viðtölum og öðru efni hefjast nú í febrúar og munu standa eitthvað fram eftir ári. Áætlað er að klipping hefjist á haustdögum og eftirvinnsla mun fara fram í ágúst og september 2019. Frumsýning verður í október 2019 á afmælishátíð skólans sem Eiðavinir eru byrjaðir að undirbúa.

Teymið

Frá vinstri: Bryndís, Sólveig, Björn og Guðmundur.

Hver erum við?

Guðmundur Bergkvist er leikstjóri, kvikmyndatökumaður og dagskrárframleiðandi.
Guðmundur nam við Kvikmyndaskóla Íslands 1998-1999 og hefur síðan unnið sem kvikmyndatökumaður, klippari, dagskrárframleiðandi við gerð sjónvarpsefnis og leikstjóri heimildarmynda.
Guðmundur Bergkvist hefur bæði unnið hjá RÚV og verið sjálfstætt starfandi og hefur gert heimildarmyndirnar Börn til sölu (2009) Reynir Pétur gengur betur (2010) Guðrún (2012) Fáskrúðsfjörður - brot úr sögu bæjar (2015) og Fjallkóngar (2017)
Auk þess hefur hann unnið að einni leikinni mynd, Tala úr sér vitið (2004) leikstýrt tónlistarmyndböndum, unnið við fréttir og fjölda sjónvarpsþátta sem kvikmyndatökumaður og klippari. Hann hefur einnig starfað sem dagskrárframleiðandi í Kastljósi og ýmsum þáttum og annálum hjá RÚV.
Guðmundur hefur hlotið nokkrar viðurkenningar og verðlaun fyrir fréttamyndir.

Björn Jóhannsson er framleiðandi og sölustjóri og fyrrum nemandi við Eiðaskóla. Hann hefur á undanförnum árum komið að ýmsum verkefnum við heimildarmyndagerð og tónleikahald. Má þar nefna Eiðagleði sem haldin var 2013, sem var mikil tónlistarhátíð á Eiðum með stórum hluta þeirra hljómsveita sem störfuðu á Eiðum á sínum tíma. Um viðburðinn var gerð heimildarmynd sem Björn var einn framleiðenda að.
Þá skipulagði hann einnig Tónlistarhátíðina Skrúðsmenning 2014 sem var haldin í Félagsheimilinu Skrúði á bæjarhátíðinni Frönskum dögum og var tekin upp og gefin út á diskum.
Björn framleiddi heimildarmyndina Fáskrúðsfjörður - Brot úr sögu Bæjar (2015)

Bryndís Skúladóttir er framleiðandi og formaður Eiðavina og hefur góða tengingu við fyrrum nemendur, kennara og íbúa að Eiðum og hefur mikla þekkingu á sögu staðarins.
Bryndís starfar helst sem kennari, fjallaleiðsögumaður og landvörður og hefur mikinn áhuga á kvik-og ljósmyndun.
Bryndís var viðburðarstjóri að tónlistarhátíðinni Eiðagleði 2013 er fyrrum nemendur og kennarar fögnuðu eftirminnilega afmæli skólahalds á Eiðum. Um viðburðinn var gerð heimildarmynd sem Bryndís var einn framleiðenda að. Hún skipuleggur nú stóran viðburð að Eiðum er haldið verður upp á aldarafmæli Alþýðuskólans í okt. 2019.

Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir er framleiðandi, gjaldkeri og innheimtufulltrúi. Hún hefur starfað með Leikfélagi Fljótsdalshéraðs síðan 2006 þar sem hún hefur setið í stjórn í mörg ár sem gjaldkeri og formaður. Hefur tekið þátt í uppsetningu fjölda leikrita með Leikfélaginu.
Sólveig starfar einnig hjá Frjálsu Orði ehf sem er í eigu Ásgeirs Hvítaskálds og hefur framleitt kvikmyndir, myndbönd og leiksýningar ásamt því að sinna almennum rekstri.
Þá hefur hún setið í stjórn Eiðavina í nokkur ár.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€19,395

raised of €17,000 goal

0

days to go

222

Backers

114% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464