Netnámskeið fyrir foreldra leikskóla-og grunnskóla barna
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Þetta er netnámskeiðsem þú tekur þegar þér hentar.
Með fyrirlestrum, vinnubók og hópavinnu - munt þú læra að skilja betur hegðun og líðan barnsins þíns sem og einfaldar aðferðir til þess að vinna með hegðun og líðan, jafnframt því munt þú fá ráðleggingar til þess að efla samskipti við barnið.
Stutt vinnubók er send í kjölfar hvers fyrirlesturs. Í heimavinnu gefst foreldrum tækfæri til að nýta efnið enn betur og aðlaga að sinni fjölskyldu og sínum þörfum.
Boðið er upp á hópavinnu á lokuðu svæði.
Hægt er að hlaða niður fyrirlestrum sem hljóðskrám og hlusta þegar þér hentar: Í bílnum, í göngutúr, þegar þú ert í ræktinni eða þegar þú lokar þig inni á baðherbergi (horfumst í augu við að það er stundum eini tíminn sem þú færð að vera í friði).
Námsefninu er miðlað þannig að auðvelt sé að tileinka sér aðalatriðin og að árangur skili sér sem fyrst. Þinn tími er nefnilega mikilvægur.
Um KÚRZ
Við heitum Þórey og Anna Lísa og eigum báðar tvö börn með 20 mánaða millibili. Þegar við fórum að bera bækur okkar saman uppgötvuðum við að flest foreldranámskeið sem eru í boði eru á óheppilegum tíma fyrir fjölskyldur - Þess vegna stofnuðum við KÚRZ til þess að bjóða upp á að foreldrar, sem hafa nóg að gera á úlfatíma, hafi möguleika á að taka uppeldisnámskeið þegar þeim hentar - á þeirra forsendum.
Námskeiðið Að læra að skilja hegðun og líðan barnsins er kennt af Margréti Birnu og Hrund sálfræðingum og sérfræðingum í hegðun og líðan barna, unglinga og foreldrum þeirra.
Á Sálstofunni hafa þær sérhæft sig í vinnu með börnum, unglingum og fullorðna fólkinu í þeirra lífi og vinna mikið með hegðunar- og tilfinningavanda. Þær útskrifuðust báðar frá Háskóla Íslands sem sálfræðingar, Margrét Birna árið 2001og Hrund árið2003. Frá útskrift unnu þær við sálfræðiþjónustu í skóla fram að stofnun Sálstofunnar. Þær hafa sótt fjöldamörg námskeið, m.a. hefur Margrét Birna lokið sérnámi í Hugrænni atferlismeðferð og Hrund hefur lokið sérnámi í PMT-O foreldrafærni. Fyrir utan meðferðarvinnu á Sálstofunni halda þær ýmsa fyrirlestra og námskeið fyrir börn, unglinga, foreldra og starfsfólk skóla.
Sjá meira á heimasíðu KÚRZ og á heimasíðu Sálstofunnar
KÚRZ á instagram og facebook
Á námskeiðinu fara sálfræðingarnir meðal annars yfir:
· Hvaða skilaboð ber hegðun með sér?
· Hegðunarvandi veldur ekki álagi - Það að ná ekki stjórn á hegðun veldur álagi
· Umhverfið hefur áhrif
· Samhengið skiptir máli
· Raunhæfar væntingar
· Gefum því jákvæða í fari barns athygli
· Verum góðar fyrirmyndir
· Hegðun ber með sér skilaboð – Hvernig getum við lesið í skilaboðin?
· Óæskileg hegðun ber vott um skerta færni – Hvaða færni þarf að kenna?
· Stuðlum að traustum tengslum foreldra og barns
· Mistök eru nauðsynleg – Við hjálpum þér að setja þau í samhengi!
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464