Handbók fyrir alla foreldra eftir Þóru Sigurðardóttur
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Foreldrahandbókin kom upphaflega út árið 2010 en hefur verið ófánleg um árabil. Nú er loksins verið að gefa hana út aftur, með töluverðum viðbætum.
Í Foreldrahandbókinni tekur Þóra Sigurðardóttir saman hagnýtar upplýsingar, ráðleggingar og reynslusögur um allt frá bleiuskiptum og brjóstagjöf til fæðingarþunglyndis og fyrsta ferðalagsins sem getur reynst ógnvekjandi upplifun með lítinn einstaklingí föruneytinu.
Í bókinni má á aðgengilegan hátt nálgast fróðleik og upplýsingar um hitt og annað sem nýbakaða foreldra fýsir að vita og gott er að hafa á einum stað. Í bókina skrifa jafnt sérfræðingar sem foreldrar - með það að markmiði að deila reynslu og þekkingu til að auðvelda foreldrum fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu.
Þóra hefur hefur um árabil starfað við margs konar ritstörf, blaðamennsku og dagskrárgerð. Hún hefur undanfarið ár unnið að endurútgáfu Foreldrahandbókarinnar, heldur úti samnefndri vefsíðu sem er uppfull af alls kyns fróðleik og léttmeti tengdu foreldrahlutverkinu, auk þess sem hún starfar sem blaðamaður á mbl.is.
Í bókinni er aragrúi reynslusagna foreldra í bland við ráðleggingar frá sérfræðingum í brjóstagjafaráðgjöf, svefnráðgjöf og sálfræði svo nokkuð sé nefnt.
„Hvernig lýsir maður fyrir verðandi foreldrum þeim hrærigraut tilfinninga þegar lítið barn grípur hjarta manns slíkum heljargreipum að það setur hálfpartinn að manni óhug? Það er giska erfitt “ - Oddný Sturludóttir
„Tilveran er eins og hún var áður en barnið kom í heiminn, nema fallegri, fyndnari, sorglegri, djúpstæðari og dásamlegri en fyrr”. - Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
„Við fórum að heiman og snerum aftur sólarhring síðar með nýjan einstakling með okkur. Svona rétt eins og við hefðum skroppið út til að kaupa sófa”.
- Darri Johansen
„Þegar fólk er spurt um mestu hamingjustundir lífsins er sígilt svar: „Fæðing barna minna.“ En það er bara byrjunin. Síðan er að fylgjast með þeim taka út vöxt og þroskaskref fyrir skref og verða að einstökum manneskjum. Það kostar blóð, svita ogtár en í kaupbæti uppskera foreldrar bros, stolt, gleði, sæluhroll, hlátursköstog hitastraum í hjartanu.” - Sæunn Kjartansdóttir
„Það hefur komið mér á óvart að í öllum þeim bókum sem ég á í mínum bókahillum um barneignarferlið er hvergi fjallað um atferli barnsins fyrsta sólahringinn. Það er því von mín að þessi lestur hjálpi ykkur að njóta fyrsta sólahringsins sem best með barninu ykkar.” – Helga Sigurðardóttir, ljósmóðir
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464