Hjálpaðu mér að koma á fót berklasetri að Kristnesi í Eyjafirði. Gömlu starfsmannahúsin á Kristnesi mega muna fífil sinn fegri. Sláum tvær flugur í einu höggi og björgum húsunum og varðveitum þessa merku og sáru sögu þjóðarinnar.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€21,386

raised of €20,000 goal

0

days to go

256

Backers

107% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Team

Auður Ösp

Sýningarhönnuður
  • Event Manager
  • Food design

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hælið - setur um sögu berklanna

100%
  • Fá afnot af húsnæði (gömul starfmannahús á Kristnesi) 
  • gera við pípulagnir 
  • lagfæra rafmagn í kaffihúsahluta
  • gera við glugga og mála allt í kaffihúsahlutanum
  • innrétta kaffihúsið og opna það!
  • safna tæplega 200 hollvinum HÆLISINS
  • ráða sýningarhönnuð 
  • útbúa 6 stutt myndbönd fyrir sýninguna með Flugu Hugmyndahúsi
  • saga göt í veggi
  • laga gólf í sýningarhluta
  • gera við glugga í sýningarhluta
  • lagfæra rafmagn í sýningarhluta
  • mála í sýningarhluta
  • fullhanna sýninguna
  • setja upp sýninguna
  • opna vorið 2019

Further Information

Hvað eru berklar?

Berklar eru bráðsmitandi, lífshættulegur sjúkdómur. Þegar hann blossaði upp á Íslandi um 1900 voru engin lyf til við sjúkdómnum. Kristneshæli sem var vígt þann 1. nóvember 1927, fylltist strax af fárveikum berklasjúklingum og enginn af þeim sem innrituðust fyrsta árið lifðu af. Eina læknismeðferðin við berklum var að veita sjúklingum gott húsnæði, hollan mat, hvíld og hæfilega hreyfingu og taka þá úr umferð svo þeir smituðu ekki aðra. Lyf komu fyrst fram um miðja öld og fram að því jafngilti innlögn á Kristnes nánast dauðadómi. Blásning, brennsla og höggning voru aðgerðir sem gátu læknað berkla en það voru skelfilegar aðgerðir, sérstaklega höggningin. Það er erfitt fyrir nútímamann að setja sig í fótspor berklasjúklinga en við viljum halda á lofti minningu þeirra fjölmörgu sem glímdu við eða létust úr berklum og segja sögu sem er við það að falla í gleymskunnar dá. Sjúkdómurinn snerti nánast hverja einustu fjölskyldu á landinu og ég skynja mikinn meðbyr og velvild gagnvart verkefninu. Sjúkrahúsið á Akureyri fékk Kristnesþorp í fangið á sínum tíma en ekki nægilegt fjármagn til að viðhalda öllum starfsmannabústöðunum svo nú eru þeir að skella í lás einn af öðrum, óíbúðarhæfir.

Af hverju berklasetur?

Hugmyndin kviknaði þegar ég var á rölti um æskustöðvarnar á Kristnesi í Eyjafirði og sveið að sjá húsakost þorpsins, sem byggðist upp í kringum berklahælið, drabbast niður. Fór að velta fyrir mér hvernig væri hægt að bjarga þeim og þá lá beint við að tengja við sögu staðarins; segja frá berklunum og hvernig þeir höfðu áhrif á ótal fjölskyldur á síðustu öld. Því meira sem ég grúskaði því sannfærðari varð ég , þessi saga má ekki gleymast. Með hugsjón að vopni, mikla aðstoð fjölskyldu, vina og sveitunga ásamt styrkjum héðan og þaðan er setrið að verða að veruleika. Og það mátti ekki seinna vera; fáir eru til frásagnar um sjúkdóminn sem var nánast þaggaður niður því smithræðslan var mikil.

Hver er staðan á verkefninu?

Vegferðin er hafin! Sumarið fór í að laga pípulagnir, gera við glugga, mála allt að innan, stækka hurðargöt og innrétta eldhús og kaffihús. Nú er kaffihúsið opið um helgar frá 14-18! En sýningin er næsta mál á dagskrá. Það vantar fjármagn til að gera hana vel úr garði. Hef fengið frábæran hönnuð með mér í verkefnið; Auði Ösp Guðmundsdóttur. Veturinn fer í að spartla, pússa og mála en ekki síst hanna og setja upp sjónræna og áhrifaríka sýningu um sögu berklanna. Við segjum sögur af missi, sorg, einangrun og örvæntingu en ekki síður af æðruleysi, bjartsýni, lífsþorsta og rómantík. Hjálpaðu okkur að fjármagna sýningarrýmið, útbúa eftirminnilegar leikmyndir og listaverk til minningar um alla þá sem lutu í lægra haldi fyrir Hvíta dauða.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€21,386

raised of €20,000 goal

0

days to go

256

Backers

107% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464