Myndlistabók eftir Huldu Vilhjálmsdóttur
Valbrá, eða blóma blettur, og/ eða heilagur blettur, er tákn sem mér var gefið á vinstri hendi, það hefur fylgt mér síðan ég fæddist, einsog þrjú lítil blóm, stundum eru þau bleik, stundum fjólublá.Ég bít stundum í þau og þá verða þau hvít. Ég á erfitt með að taka tákn í lífinu, þau tákn sem ég heillast af eru mér heilög, og þarf að varðveita, en táknið sem mér var gefið, er bara á mér, einstakt tákn. Bókin Valbrá er myndlistabók, með verkum og ljóðum eftir Huldu Vilhjálmsdóttur.
Ég vinn mjög frjálst og nota ýmsar aðferðir svo sem að mála, teikna, skrifa og geri gjörninga. Ég hef haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Listaverk í eigu safna og í einkaeigu. Ég hef gefið út nokkrar myndlistabækur og er þessi sú nýjasta í röðinni. Lesið meira um ferilinn á prófílnum mínum.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifaði árið 2009 í sýningarskrá um list mína: „… Í heildina séð eru verk Huldu mannlæg í breiðasta skilningi og snúast um það sem er henni nærtækast, ýmis afbrigði ástarinnar, margháttuð blæbrigði samskipta við vini, börn, elskhuga, guð almáttugan og Maríu mey. Þar eru óhlutbundin verk Huldu ekki útúrdúrar,heldur eins konar sviðsmyndir fyrir óútkljáðar kenndir, bæði okkar og hennar sjálfrar. Markverðast við allar þessarmyndir eru kannski tilfinningarlegur heiðarleiki þeirra, mér liggur við að segja vægðarleysi. Sem vitnar ekki síst á henni sjálfri. Ekkert er dregið undan, persónuleg angist, klúrar hugsanir og „afbrigðilegar“ langanir, sjálfsblekking, afbrýðissemi o.s.frv. En ekki heldur algleymið, þá sjaldan sem það gagntekur listakonuna og snýst þá upp í fögnuð sem tekur fram öllu öðru sem við þekkjum.“
Stundum er einsog ég tali
Tóma vitleysu
Kannski er eg stödd í Paradís,
Þar sem hlutir
Eru óhlutbundnir
Börnin leika sér
Blómin bíða
Kisa kúrir hjá mér
Fallegt þegar
Tréin eru í vetrardvala
Svört á lit í hvítu hraunbreiðunni
Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464