Brek Hljómsveit

Brek er ný hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018. Íslenskir textar, raddaður söngur, píanó, kassagítar, mandólín og kontrabassi ásamt áhrifum héðan og þaðan renna saman í tónlist sveitarinnar. www.brek.is

  • Musicians
  • Live music
  • Playing instruments
  • writing music
  • mandolin
  • double bass
  • Piano

Brek er ný hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018. Meðlimir sveitarinnar hafa síðan þá leitast við að finna sinn rétta hljóm og gefið sér tíma í þá vinnu.

Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar. Einnig reynir sveitin að finna nýjar og spennandi leiðir við notkun hljóðfæranna til að skapa grípandi og þægilega stemningu, en jafnframt krefjandi á köflum. Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.  Lög hljómsveitarinnar sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru og veðrabrigði.  

Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rythmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina áfram.

www.brek.is

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina