Oli Schram

  • Ég er fæddur í vesturbæ Reykjavíkur en frá unga aldri dvaldi ég í sveitinni frá maí lokum framundir október byrjun. Þar smitaðist ég af útrþrá og ferðagleði, hlustaði á fuglana og talaði við hundinn. Síðar á ævi minni gerði ég útiveru að mínu starfi og hef rekið ferðaþjónustu í tæp 30 ár.Ferðast um

í miðju þessu Covid veseni fékk ég frábæra bók frá dóttursyni mínum. Engin má heimsækja neinn, alls ekki fara milli hreppa og ekki stíga inn á elliheimli. Fjarlægðin eykst milli ættliðanna. Strákurinn býr í Danmörku og af skiljanlegum ástæðum hittumst við afskaplega sjaldan, jafnvel fyrir Covid. Hann veit því minna um mig en ég um hann. 8 ára snáðinn gaf mér minningarbók með fullt af skemmtilegum spurningum og nægu plássi til að svara og skýra út hvað fyrir mig hafði borið.


Spurningar eins og hver var uppáhalds maturinn þinn?, áttir þú vini í skólanum? tókstu þátt í félagslífinu? hvaða fótboltafélag heldur þú með? Hver var fyrsta vinnan þín? Hvað gerðir þú við peningana? Fór fjölskyldan í tjaldferðir? Hvenær fórstu fyrst til útlanda? Hver voru leikföngin þín? Hefur þú átt gæludýr? Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?


Ég ljómaði allur og fór strax að skrifa svörin. Ég hellti mér í verkefnið, fann til myndir, fletti upp gömlum dagbókum, reyndi að rifja upp hvaða bíla ég hef átt, hringdi í gamla skólafélaga, taldi saman hross og ketti og hunda og þeirra nöfn. Og mikið hafði ég gaman af þessu vafstri. Strákurinn hringir nánast í hverri viku, ertu ekki að vera búinn með bókina afi? Og hann er bara 8 ára ennþá.


Eftil vill skilur hann ekki öll svörin t.d. afhverju fluttir þú hingað eða þangað, Hvað voru margar rásir sem þú gast horft á í sjónvarpinu? Varstu Rollingur eða Bítill? En ég veit að um síðir, jafnvel eftir minn dag mun hann forvitnast um mína ævi, hvort ég reykti, hvenær ég smakkaði áfengi fyrst og hvað hét fyrsta kærastan mín? Tilfellið er að áhugi á vitneskju um ættfræði og þá nánustu vex með aldrinum og of seint verður að spyrja þegar ég er dauður.


Ég tók mig því til, hannaði og setti upp bók fyrir íslenska afa og ömmur og uppfærði úreltar spurningar til nútímans, skil eftir pláss fyrir svörin og myndirnar. Svo áður en ég kveð drenginn þann arna fæ ég honum bókina aftur.

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Powered by Karolina