Bíó Paradís á Hverfisgötu hóf sýningar árið 2010 í húsnæði sem var byggt árið 1977 og var þá fyrsta kvikmyndahús landsins með fleiri en einum sýningarsal. Aðgengi fólks í hjólastólum er ábótavant og nú er leitað aðstoðar með miða og kortasölu við að klára fyrsta áfanga og tryggja aðgengi fyrir alla.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€35,799

raised of €30,000 goal

0

days to go

857

Backers

119% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Hjólastólaaðgengi

100%
  • Ráða verkfræðistofu
  • Ráðgjöf verkfræðistofu
  • Samþykki byggingarfulltrúa
  • Framkvæmdir - aðgengi að sölum
  • Framkvæmdir - salerni
  • Úttekt og verklok

Further Information

Hjálpaðu okkur að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís með því að forkaupa miða eða kort í gegnum þessa söfnun.

(English version below)

Kvikmyndamenningarhús landsins

Bíó Paradís er eina listræna kvikmyndamenningarhús landsins sem er rekið undir hliðstæðum formerkjum og „Art House Cinema“ sem finna má í borgum víða um heim. Bíó Paradís hóf sýningar árið 2010 í húsnæði sem var byggt árið 1977. Var það fyrsta kvikmyndahús landsins með fleiri en einum sýningarsal og lengst af rekið undir merkjum Regnbogans. Bíó Paradís er eina kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur. Það er rekið af sjálfseignarstofnuninni Heimili kvikmyndanna sem stofnað var af fagfélögum í kvikmyndagerð til að starfrækja listrænt kvikmyndahús í Reykjavík.

Bíó Paradís er rekin án hagnaðarsjónarmiða

Bíó Pardís hefur unnið með Ferilnefnd fatlaðra hjá Reykjavíkurborg að greiningu og tillögum að úrbótum og er áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga rúmar 6,5 milljónir króna. Verkefnið er mun stærra en húsið ræður við með reglulegum rekstri og var því ákveðið að ráðast í söfnunina. Öllum ágóða verður varið í að tryggja aðgengi að sal 1 og millisal og koma fyrir salerni sem er aðgengilegt þeim sem eru í hjólastólum. Verkfræðistofan Mannvit mun annast undirbúning, kostnaðarmat og eftirlit meðframkvæmdunum.

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggður verði rampur inn í sal 1, auk tilheyrandi stæðum fyrir hjólastóla í salnum. Einnig verður byggður rampur upp á milligólf þar sem innréttað verður nýtt salerni fyrir fólk í hjólastólum, auk annarra breytingar sem ráðast verður í til að greiða fólki í hjólastólum leið um húsið.

Með söfnuninni leitar Bíó Paradís til velunnara og áhugamanna um kvikmyndir með því að bjóða bíómiða, klippikort eða árskort með afslætti. Afrakstri átaksins á Karolina Fund verður ráðstafað til að tryggja fólki í hjólastólum aðgengi að sal 1 og efri forsal hússins.

Fari svo að við förum yfir markmiðið okkar í að safna fyrir þessum fyrsta áfanga, mun því sem umfram safnast verða ráðstafað í bólstrun sæta og viðgerðir á þeim sem einnig eru orðnar aðkallandi.

Bíó Paradís hefur staðið fyrir sjónlýsingum á kvikmyndum fyrir blinda og sjónskerta

Verkfræðistofa mun aðstoða okkur við undirbúning framkvæmda, gera helstu verkteikningar, kostnaðargreiningu og annast eftirlit með framkvæmdum. Verkfræðistofan mun jafnframt aðstoða við val á verktaka fyrirframkvæmdirnar. Við gerum okkur vonir að þær geti hafist í júní.

Nauðsynlegt verður að fara í mun umfangsmeiri aðgerðir til að tryggja aðgengi allra að sölum 2 og 3 í húsinu. Er því gert ráð fyrir að þær framkvæmdir fari fram í öðrum áfanga. Kostnaður vegna hans er áætlaður um 15 m króna. Það mun taka eitthvað lengri tíma að gera Bíó Paradís aðgengilega að fullu fyrir fólk í hjólastólum, en mikilvægast núna er að klára þennan fyrsta áfanga.

Bíó Paradís hefur sýnt yfir 1.000 kvikmyndir frá öðrum löndum en Bandaríkjunum

Bíó Paradís hefur sýnt á annað þúsund kvikmyndir frá öllum heimshornum og þannig tryggt íslensku kvikmyndaáhugafólki stóraukna fjölbreytni í kvikmyndaflóru landsins. Bíó Paradís hefur staðið fyrir óteljandi kvikmyndadögum þar sem kvikmyndamenning landa eins og Þýskalands, Indlands, Póllands, Filippseyja og fjölda margra annarra hefur verið í brennidepli. Bíó Paradís er sannkallað heimili kvikmyndanna og frá því að húsið opnaði, hefur framboð á Íslandi á kvikmyndum frá öðrum löndum en Bandaríkjunum margfaldast.

Með stofnun Bíó Paradísar myndaðist loks vettvangur fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn að sýna stutt- og heimildarmyndir sem áður áttu mjög erfitt aðgengi að sýningarstað. Húsið hefur sýnt yfir 200 íslenskar stutt- og heimildarmyndir frá stofnun.

Yfir 18.000 grunnskólabörn hafa komið á skólasýningar í Bíó Paradís

Bíó Paradís hóf fljótlega eftir stofnun kennslu í kvikmyndalæsi sem bauðst grunnskólabörnum í Reykjavík. Yfir 18.000 börn úr leik- og grunnskólum hafa nú þegar farið í gegnum slíkar sýningar í húsinu, auk um 3.000 framhaldsskólanema. Auk þess veitir húsið Kvikmyndaskóla Íslands aðstöðu til sýningahalds.

Nýjum stafrænum búnaði var komið fyrir í húsinu árið 2013 en þá fengust ekki lengur titlar á filmum til sýninga í húsinu. Evrópusambandið studdi myndarlega við kaup á búnaðinum, auk Kvikmyndamiðstöðvar. Gerður var fjármögnunarsamningur við Arion-banka vegna framkvæmdanna.

Bíó Paradís nýtur opinbers stuðnings Reykjavíkurborgar og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Samanlagt framlag þessara aðila nemur um 25% af árlegum rekstarkostnaði hússins og er kostnaður af öllum skólasýningum þar innifalinn.

Bíó Paradís er meðlimur í Europa Cinema og CICAE (The InternationalConfederation of Art Cinemas). Heimasíðan er www.bioparadis.is

The only Art House Cinema in Iceland

Bíó Paradís is an Art House Cinema, which started in 2010 in a building from 1977 and was the first every multi-complex cinema in Icelandand was closed by previous owner. The three main film industry associations sawan opportunity to start an Art House Cinema as all interiors where already inplace. When the building was constructed, other demands where in place for accessfor people in wheelchairs. Now time has come to complete the first stage ofmaking the cinema accessible for people in wheelchairs.

This first phase includes building permanent ramp into the main screening room as well as needed changes in the 210 seats auditorium. Furthermore, a ramp to the second floor ensuring proper access and building a new toilet with wheelchair access will be a part of this first phase, as well as few other smaller changes needed to take place to ensure proper access.

Non-Profit organisation with a clear cultural agenda

The cost of this first phase is estimated at 6.5 M ISK and now Bíó Paradís is seeking help to collect enough funding to complete this phase by offering tickets, clipping-cards and annual tickets at reduced price with the promise to use the proceedings from sales towards this project.

If we succeed our goal in this fund raising, we will use what ever comes on top to repair seats in the cinema, which also has become an urgent project.

We have been working with a committee of the City of Reykjavik that consults on handicapped access in city institutions and through them, plans have been laid out for needed changes to the site. We will hire a construction-engineering firm to help with the project with construction drawings, consultation, selection of contractor and supervision on construction.

Screening of films from other countries than USA have more than 3 folded since Bíó Paradís started.

Phase 2 of this project includes access to auditoriums 2 and 3 is estimated at costs of around 15 m ISK and is much more complex. Work on that phase requires a separate plan and funding.

Since formation, Bíó Paradís has screened over 1.000 films from all corners of the world and opened up the world cinema to film enthusiasts in Iceland. Countless filmdays representing countries like Germany, India, Philippines, Poland and many other countries have taken place in the cinema. With the opening of this only cinema in downtown Reykjavik, offering of films from other countries than the US have grown many folded.

Bíó Paradís has welcomed more than 18.000 schoolchildren in its film literacy programme

Bíó Paradís has also a very important role in serving the Icelandic filmmaking community and has screened over 200 Icelandic films, mostly shorts and documentaries, but also the classics as well.

The cinema started early on with offering film education classes to pre- and secondary schools where students get an education in film readings as well as needed material for teachers to make the most of a visit to the cinema. Over 18.000 young students have visited the cinema in the years this programme has been available.

Bíó Paradís is supported by the City of Reykjavik and the Icelandic Film Centre and amounts the public support to around 25% of the yearly operational costs of the cinema, including all costs of the ambitious school screening project.

Bíó Paradís is a member of Europa Cinema and CICAE (The International Confederation of Art Cinemas). Our homepage is www.bioparadis.is

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€35,799

raised of €30,000 goal

0

days to go

857

Backers

119% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464