Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals er skemmtilegur sprett-upp viðburður sem haldinn er árlega í Laugardalshverfunum. Það mega allir taka þátt í markaðnum en auk þess er lifandi tónlist allan daginn og grillveisla um kvöldið með varðeldi og kvöldvöku.
... read more

FINISHED

This project is now finished.

€2,500

raised of €2,500 goal

0

days to go

61

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Plan

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

Undirbúningur

100%
  • Láta boð út ganga um markaðinn
  • Skrá seljendur
  • Hanna og prenta barmmerki
  • Finna flotta tónlistarmenn til að troða upp
  • Redda sviði, grilli, leyfi fyrir varðeld o. fl.
  • Leigja klósett, hljóðkerfi og ýmsar græjur
  • Skipuleggja og skreyta markaðssvæðið
  • Samgönguáætlun
  • Semja við veðurguði um gott veður

Markaðsdagur

100%
  • Seljendur stilla upp fyrir opnun
  • Opna markaðshátíð
  • Brosa hringinn
  • Festa allt á filmu
  • Selja og kaupa
  • Grilla og syngja

Eftirfylgni

100%
  • Skrá það sem gekk vel og illa svo markaðurinn verði enn pottþéttari næsta ár
  • Koma myndasafni saman
  • Senda þakkir til þeirra sem studdu verkefnið
  • Uppgjör

Further Information

Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals verður haldinn laugardaginn 16. ágúst kl. 13 - 17 við smábatahöfnina í Elliðavogi. Það mega allir taka þátt í markaðnum en auk þess er lifandi tónlist allan daginn og grillveisla um kvöldið með varðeldi og kvöldvöku.

Útimarkaður Íbúasamtaka Laugardals (ÍL) er skemmtilegur árlegur viðburður sem haldinn hefur verið í hverfunum sem umlykja Laugardalinn í um áratug. Markaðurinn er eins konar “sprett-upp” viðburður, þ.e. honum er fundinn nýr staður á hverju ári gagngert til þess að vekja athygli á áhugaverðum opnum svæðum í borgarhlutanum. Markaðurinn vex með hverju ári og telja vanir fuglatalningarmenn að vel á sjöunda þúsund manns hafi heimsótt markaðinn í fyrra.

Markmiðin með útimarkaðnum eru að skapa skemmtilegan hverfisbrag, efla samskipti á jákvæðum nótum, opna augu fólks fyrir áhugaverðum svæðum í borginni. Á markaðsdegi geta íbúar því ekki aðeins gert góð kaup, skemmt sér yfir uppákomum og kynnst samborgurum sínum, heldur kynnast þeir einnig nýjum svæðum í nærsamfélaginu. Þetta árið mun markaðurinn spretta upp niður við ósa Elliðaár, við nýju hjólabrúna við Snarfarahöfnina. Þegar líður að kveldi og fólk búið að versla nægju sína verður boðið upp á götugrill, lifandi tónlist, varðeld og huggulegheit. Íbúasamtökin vilja stuðla að vistvernd með því að leggja áherslu á hverskyns endurnýtingu og eru markaðsgestir einnig hvattir til þess að sækja markaðinn gangandi, hjólandi eða með strætó.

Útimarkaðurinn hefur ávallt verið haldinn að frumkvæði íbúa sem leggja mikið á sig til að búa til og viðhalda einstakri og glaðlegri markaðsstemningu. Á markaðnum má selja allt á milli himins og jarðar og er öllum heimil þátttaka. Ávallt er mikið fjör á markaðsdegi og eru skemmtilegar uppákomur stór hluti af aðdráttarafli hans enda býr mikið af skemmtilegu hæfileikafólki í Laugardalshverfunum. Óhætt er að segja að útimarkaðurinn auðgi mannlíf svo um munar en hann er einstakur og ógleymanlegur öllum þeim sem taka þátt í honum með einum eða öðrum hætti; seljendum, kaupendum, skemmtikröftum og mannlífsunnendum.

Kostnaður

Karaktereinkenni markaðarins felast einnig í lágmarks tilkostnaði og samfélagseflingu í gegnum sjálfboðaliðastarf. Þrátt fyrir fagra sýn þar sem þátttakendur þurfa ekki að greiða neitt fyrir þátttökuna hefur markaðurinn vaxið upp úr skónum sínum og því ekki lengur mögulegt að standa straum af öllum kostnaðarliðum með breiðu brosi einu saman. Til þess að greiða fyrir áframhaldandi þroskaskrefum markaðarins sendum við nú út ákall til velunnara hans til þess að aðstoða okkur, og ykkur, við að fjármagna grunnþætti, s.s. salerni, hljóðkerfi, tækni- og tónlistarfólk, auglýsingar og margt margt fleira.

Útimarkaður ÍL hefur orðið íbúum annarra hverfa fyrirmynd og hvatning. Á www.laugardalur.blog.is má fræðast nánar um útimarkaði ÍL og skoða myndir frá mörkuðum undanfarinna ára.

{{ userName(backer) }}

{{ backer.short_description }}

FINISHED

This project is now finished.

€2,500

raised of €2,500 goal

0

days to go

61

Backers

100% FUNDED
No rewards exist or campaign is not public. Log in to add or edit rewards.
Get this! All gone!

Pledge € {{ reward.amount }} {{ reward.amount * 150 }} ISK


{{ reward.title }}

{{ reward.description }}

Limited ({{ stockLeft }} left of {{ reward.stock }} ) Gone (0 left of {{ reward.stock }} )
{{ reward.stock_reserved }} backer {{ reward.stock_reserved }} backers
Get this!

Pledge without a reward

Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464