Útgáfa ljóða- og smásagnasafns eftir átta kvenhöfunda.
To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.
Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.
Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli.
Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins.
Alí-sögur
Helga Ágústsdóttir
Ekki gefa þjónunum
Við henni blöstu þau allra stærstu og sorgmæddustu brúnu
augu sem frúin á heimilinu hafði nokkurn tíman litið. Og
hún hafði séð þau mörg, brúnu augun.
Strax fyrsta daginn komst hún ekki hjá því að lauma að
honum matarbita. Litla greyið, hugsaði hún. Ég ætla að kalla
þig Alí. Degi síðar rétti hún Alí samloku. Hún talaði við
hann á frönsku og hunsaði allar viðvaranir um að gefa ekki
þjórfé. Drengurinn talaði svo fallega Túnis-frönsku að hann
hlaut að vera vel gefinn. Hann var bara vannærður.
Þetta var óvenjulegt frí. Börnunum var of heitt til þess að
gera mikið annað en að kvarta og kæla sig í sjónum. Frúin
fékkst hins vegar varla til þess að yfirgefa veitingastaðinn.
Eiginmanninum þóttu þessar tiktúrur frúarinnar ekki
skemmtilegar, en þar sem hún hafði verið svo eirðarlaus og
vansæl upp á undanfarið tók hann þessu sem batamerki. Nú
brosti hún þó og þegar fríinu lyki, yrði Alí eftir í Túnis og þau
færu aftur heim..
Núið er viðbjóðslegt
Ingibjörg Magnadóttir
Það er eitthvað viðbjóðslegt við kökur
En það er eitthvað indælt við kökuskán
Strikin sem gaffallinn teiknar á diskinn
Það er eitthvað viðbjóðslegt við líf mitt
En það er eitthvað dásamlegt við slóðina sem ég skil eftir
Endastöðin
Þuríður Elfa Jónsdóttir
Þetta hlýtur að vera endastöðin hvísla ég að sjálfri mér veit
ekki hvar veit ekki hvers vegna ég er hér ein á ókunnum
brautarpalli án vegabréfs og lestin löngu farin við fætur
mína ferðataskan um hana bundin fínleg græn snúra
andrúmsloftið þokukennt veit ekki hvar veit ekki hvers vegna
ég finn svona til alls staðar lyfti töskunni og held áfram beint
af augum þögull farangurinn hniprar sig saman staðráðinn í
því að láta engan taka eftir sér ? staðráðin í því að láta engan
taka eftir mér held ég áfram beint af augum aðeins fáein
skref til viðbótar þá er ég komin þá er ég loksins komin loka
á eftir mér dyrum að bláum vegg opna ferðatöskuna og tek
sjálfa mig í fangið.
Höfundar bókarinnar eru:
Bjargey Ólafsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Árný Elínborg Ásgeirsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Þuríður Elfa Jónsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir.
Ritstjórar eru:
Ingibjörg Valsdóttir, Elín Valgerður Margrétardóttir, Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Inga Rósa Ragnarsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir.
Hægt er að fylgjast með útgáfunni á fésbókarsíðu hópsins: https://www.facebook.com/flaedarmal
English version:
Flæðarmál is a collection of literary works by eight Icelandic female authors. Their poems and short/flash stories have been put together in a book, creating a special flow, with the title referring to the tide line.
The book is the creation of fifteen women altogether, with the eight authors enjoying the co-operation and assistance of seven editors.
Authors of the book are:
Bjargey Ólafsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Árný Elínborg Ásgeirsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Þuríður Elfa Jónsdóttir and Júlía Margrét Einarsdóttir.
Editors of the book are:
Ingibjörg Valsdóttir, Elín Valgerður Margrétardóttir, Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Inga Rósa Ragnarsdóttir and Sigþrúður Gunnarsdóttir.
Stay tuned and follow their progress on their facebook page: https://www.facebook.com/flaedarmal
Estimated delivery time for rewards: May 15th 2014.
Karolina Fund ehf © 2024 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464