Campaign title
biðröðin framundan - ný ljóðabók eftir Margréti Lóu Jónsdóttur ,, Á höttunum eftir handryksugu og heimsins bestu jarðarberjum" Við erum stödd í biðröðinni að Costco. Í þessari tíundu ljóðabók höfundar er ferskleikinn allsráðandi.
... lesa áfram

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€1.768

safnað af €1.700 marki

0

dagar eftir

60

Stuðningsfólk

104% SAFNAÐ

Verkáætlun

To add milestones and tasks to your plan, please send them via e-mail to info@karolinafund.com. Tell us which tasks you have already finished (checked) and which ones are left.

Showing what the plan is for your project helps build trust with potential backers.

biðröðin framundan

100%
  • Handrit
  • Umbrot
  • Bókarkápa
  • Útgáfa!

Nánari lýsing

biðröðin framundan - ný ljóðabók

Ljóðabókin biðröðin framundan er samfelldur ljóðabálkur. Sögusviðið er biðröðin fyrir utan Costco.

Ég trúi á samvinnu og samkennd og hef löngum hrifist af sjálfsútgáfu og sprotaverkefnum sem veita okkur tækifæri til að hrinda nýjum verkum og hugmyndum úr vör. Ég hef meðal annars nýtt facebook og Instagram til að kynna ljóðabókina og finnst tilvalið að velja Karolina Fund söfnun fyrir útgáfu hennar.

Ég er fædd 29. mars árið 1967. Ég lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og fór síðan í Háskóla Íslands þar sem ég lagði stund á íslensku og heimspeki og lauk þaðan BA-prófi árið 1996. Að því loknu fór ég í viðbótarnám í listheimspeki í háskólanum í San Sebastian á Spáni. Ég er jafnframt kennaramenntuð og hef verið við nám í listasögu á meistarastigi í Háskóla Íslands. Um þessar mundir starfa ég í Tækniskólanum í Reykjavík.

Árið 2003 gaf ég út safndiskinn Hljómorð með ljóðaupplestri mínum við undirleik tónlistarmannsins Gímaldins sem samdi tónlistina en á YouTube er hægt að hlusta á efni af diskinum.

Bónorð

Lifi ljóðið! Sama ár og ég fagnaði 30 ára skáldaafmæli, árið 2015, gaf ég út ljóðabókina Frostið inni í hauskúpunni.

Í mars á þessu ári gaf ég síðan út handgert bókverk í 50 í eintökum í samvinnu við eldri dóttur mína, Viktoríu Jóhannsdóttur. Eintökin voru öll tölusett og hönnuð af Viktoríu en hún teiknar einmitt myndina á kápunni af biðröðinni framundan.

Tíunda ljóðabókin mín, biðröðin framundan, er tilbúin til prentunar. Með því að styrkja framtakið, til að mynda um 23 evrur eða meira, getur þú tryggt þér áritað eintak af splunkunýrri ljóðabók og um leið stuðlað að því að verkefnið verði að veruleika.

biðröðin framundan

biðröðin framundan

Margrét Lóa Jónsdóttir

,,á höttunum eftir handryksugu og

heimsins bestu jarðarberjum

hugsandi um fólksfjöldann á sínum

tíma á leiðinni upp í eiffelturninn

strawberry frosted sprinkles og sokkar í stíl:

seinna keypti ég kassa af kleinuhringjum

eftir að hafa beðið í röð á laugaveginum og

færði mömmu sem lá á spítala og konunni

í næsta rúmi

mamma fór strax í sokkana sem fylgdu með og

nú biður hún um handryksugu og kíló af heimsins

bestu jarðarberjum (sem fást víst aðeins hér)"

TILBÚIÐ

Þessu verkefni er nú lokið.

€1.768

safnað af €1.700 marki

0

dagar eftir

60

Stuðningsfólk

104% SAFNAÐ

Karolina Fund ehf © 2025 | Kt: 460712-1570 | VAT: 111464 | Bjargargata 1, 102 Reykjavík, Iceland